Frá músum og mönnum
Föstudagurinn var síðasti dagurinn minn hjá Men&Mice eftir fimm ár og fjóra mánuði þar. Hef kynnst fullt af fólki, fengist við fjölmörg áhugaverð verkefni og hef jafnvel þroskast dálítið á miðjum aldri, það er víst aldrei of seint.
Ég er komin í tveggja vikna frí sem ég ætla að nýta til að koma mér aftur af stað í ræktina og göngutúra til að byggja mig upp eftir brjóskútbungun og jólakveisu
Það er skrítið að skipta um vinnustað og yfirgefa kunningja og vini sem ég hef umgengist nær daglega í mörg ár, og verkefni sem mikil orka hefur farið í að tækla á vinnutíma og utan. Auðvitað hef ég skipt um vinnu áður en sem betur fer ekki of oft því þetta tekur á.
Eftir tvær vikur mæti ég á nýjan vinnustað, kynnist fólki og fæst við spennandi og krefjandi verkefni (dunda mér þangað til við að lesa kennslubækur úr meistaranámi mínu og háskólanámi dætra). Meira um það síðar.