Sól lágt á lofti
Skruppum í bústað og ég dundaði mér við að slá lúpínu. Þetta er bara byrjunin á þessum slag, á eftir að taka nokkur sumur en tekst vonandi að lokum. Slæ aftur næst þegar þegar við förum.
Gaur sem segir að fólk sé "auðtrúa" því það trúir "opinberum" upplýsingum en sami gaur virðist um leið trúa nær öllum samsæriskenningum og það skiptir engu máli hvort þær stangast á eða ekki.
Ég hef ekki alveg setið auðum höndum í fríinu. Kláraði t.d. rétt í þessu myndasíðu síðasta árs sem er bara allgóður árangur fyrir mig.
Það gerðist hellingur á síðara ári, fjallgöngur og fjórar útlandaferðir. Ég blandaði þessu nú bara dálítið saman, gerði ekki sérstakar undirsíður fyrir alla viðburði eins og oft áður.
Stefni á að standa mig betur í að uppfæra myndasíðuna og bloggið í ár. Sjáum til hvernig það gengur.
Það er nefnilega miklu meiri dónaskapur að láta eins og fólk sé ekki til heldur en að gagnrýna skoðanir þeirra.
Skrifaði ég árið 2009 í athugasemdarþræði hér á blogginu. Rakst á þetta áðan útaf umræðum sem tengjast titli bloggfærslunnar og held ég hafi þarna náð að fanga anga af "slaufunarmenningunni" sem ég hef stundum reynt að orða eftir þetta - og hef fundið fyrir frá ólíklegasta fólki eftir að ég gagnrýni eitthvað sem því er kært (Eflingarforystu / Sósíalistaflokkinn / Covid viðbrögð / ofurtrú á ofskynjunarlyf og ótal margt annað).
Þetta er dálítið eins og verkskráningar í vinnunni, auðveldara ef það er framkvæmt reglulega.
„Heyrðu, ég á lausan tíma eftir 15-20 mínútur. Kemstu þá“
Símtal frá Domus Röntgen klukkan hálf fjögur í dag. Ég þáði boðið og dreif mig, enda ekki langt að fara úr vinnunni.