Ljósin í Gröningen
Það er vesen að taka símamyndir sem ekki eru í fókus. A.m.k. kann ég ekki að gera það nema með brellum!
Það er vesen að taka símamyndir sem ekki eru í fókus. A.m.k. kann ég ekki að gera það nema með brellum!
Í tímaröð.
Þessi samskipti við loginTerm eru eflaust upphafið af þessu ferli sem ég er að rembast við að skrifa mig út úr. Ég hafði skrifað athugasemdir við tvær færslur hjá einstakling sem vísaði á greinar hjá fasistum. Sá mun koma síðar við sögu.
Færslan er mjög löng, með fáránlega mörgum dæmum, vegna þess að furðulega margir frjálshyggjusamsærisgaurar munu segja eitthvað eins og; ég er kannski ekki sammála honum um allt en hann er ekki nasisti.
@loginTerm er gott dæmi um nútíma net-nasista. Hann hatar alla kynþætti fyrir utan þann hvíta, hatar gyðinga og hann hatar kvenfólk.
„Hann er kannski rasisti sem aðhyllist hugmyndir um yfirburði hvíta kynstofnins, er á móti blöndun kynstofna, gyðingahatari, karlremba og skíthæll, en hann er ekki nasisti. Til að hægt sé að kalla einhvern nasista þarf hann að koma frá nasistan héraðinu í Þýskalandi“.
Næstum því sagt á Twitter ítrekað þessa dagana af gaurum sem eru alls ekki nasistar.
Drögum andann djúpt, höldum honum inni, slökum á, lesum fyrirvarana...
...og öndum hægt og rólega frá okkur.
Undanfarnar vikur hef ég eytt óþarflega miklum tíma í að drulla yfir íslenska rasista, nasista, fasista og fylgjendur þeirra á Twitter/X. Ég segi „drulla yfir“ vegna þess að ég hef engan áhuga á að rökræða við þennan hóp.
Það hefur komið mér á óvart hvað þessi hópur er stór og hvað hann skammast sín lítið. Verstu nasistarnir hafa auðvitað vit á að vera nafnlausir en í kringum þá eru gaurar sem skammast sín ekkert fyrir að hafa samneyti við sorann, finnst það jafnvel þrælfyndið.
Vorum í bústað um helgina og á föstudagskvöld fór ég út og tók myndir af norðurljósum. Fyrst voru þau ansi skýr en ég nennti ekki strax út, tók símamynd af pallinum sem kom bara ansi vel út, myndavélin í Samsung Galaxy S23 Ultra virkar ágætlega í næturstillingu. Þegar ég drattaðist loks út voru ljósin daufari en náðust samt vel á mynd.
Þegar ég ætlaði að ganga til rekkju um tvö um nótt voru ljósin orðin ansi björt og ég skellti mér því aftur upp á hól og tók nokkrar myndir.
Keyptir mér rafmagnshjól um fyrir 11 dögum. Hjóla nú í vinnuna flesta daga og er búinn að fara 125km á hjólinu. Cube reaction hybrid race frá Tri varð fyrir valinu.