Örvitinn

Fýlustjórnun á samfélagsmiðlum

fjallganga
Fólk á fjalli, ekki í fýlu

Ég elska (ekki) hvað samfélagsmiðlar eru passive aggressive.

Ef fólk er fúlt út í þig, oftast vegna þess að það er ósammála þér, hættir það að virða þig viðlits. Engin viðbrögð við neinu nema í besta falli einhverjar önugar athugasemdir af og til! Hér er ég ekki að tala um að afvina eða blokka fólk, heldur hitt, að setja það í skammarkrókinn. Á sama tíma ert þú kannski að setja like við statusa hjá því, eins og fólk gerir, vegna þess að þú áttar þig ekki á fýlunni eða ert ekki meðvitaður um hvað hún ristir djúpt.

Stundum er talað um þetta sem ofbeldishegðun í samböndum, fýlustjórnun. Auðvitað eru sambönd á samfélagsmiðlum ekki þess eðlis, en mér finnst þetta tengjast.

std::disclaimer{Ég er sekur um allt sem ég saka aðra um!}

Bólusetningakurteisi

Útsýni af Esjunni
Útsýni af Esjunni. Kemur efninu ekkert við.
Hrikalega erum við kurteis við andstæðinga bólusetninga.

Af hverju? Hættum því.

„Ég hef rannsakað málið sjálf/ur og komist að þeirri niðurstöðu að ...“

- Haltu kjafti, þú ert fífl.

En þetta er rosalega dónalegt, gæti einhver sagt. Svarið við því er einfalt. Já, þetta er dónaskapur og oft er dónaskapur nauðsynlegur.

Skrifað eftir yfirferð á athugasemdum við frétt/umræðu um bólusetningar. Þetta fólk er sturlað!

Að skipta sér af öðrum

Eldborg
Þarna stendur fólk. Kemur það mér við?

Félagshyggjufólk spáir í lýðheilsu vegna þess að samtryggingin á að ná til allra og það er ekki mögulegt ef álagið á kerfin er of mikið. Ef það er hægt að fyrirbyggja álagið, þá borgar sig að reyna það. Sumt er nefnilega alls ekki hægt að fyrirbyggja og við þurfum að ráða við það líka.

Einstaklingshyggjufólk getur sagt öllum að hoppa upp í rassgatið á sér, heilsa/hegðun annarra komið engum við, en þau ættu þá líka að (vilja) sjá sjálf um afleiðingarnar.

Meira...

Eldri færslur