Örvitinn

Myndasíða 2022 tilbúin

Lundi
Lundi sem stillti sér svona skemmtilega upp fyrir mig við Dyrhólaey í sumar

Ég hef ekki alveg setið auðum höndum í fríinu. Kláraði t.d. rétt í þessu myndasíðu síðasta árs sem er bara allgóður árangur fyrir mig.

Það gerðist hellingur á síðara ári, fjallgöngur og fjórar útlandaferðir. Ég blandaði þessu nú bara dálítið saman, gerði ekki sérstakar undirsíður fyrir alla viðburði eins og oft áður.

Stefni á að standa mig betur í að uppfæra myndasíðuna og bloggið í ár. Sjáum til hvernig það gengur.

Frá músum og mönnum

Hópur á Hvannadalshnúk
Á toppi Hvannadalshnúks ásamt samstarfsfólki og fylgifiskum í júní í fyrra.
Föstudagurinn var síðasti dagurinn minn hjá Men&Mice eftir fimm ár og fjóra mánuði þar. Hef kynnst fullt af fólki, fengist við fjölmörg áhugaverð verkefni og hef jafnvel þroskast dálítið á miðjum aldri, það er víst aldrei of seint.

Meira...

Slaufun eða hunsun

Við Landmannalaugar
Við Landmannalaugar

Það er nefnilega miklu meiri dónaskapur að láta eins og fólk sé ekki til heldur en að gagnrýna skoðanir þeirra.

Skrifaði ég árið 2009 í athugasemdarþræði hér á blogginu. Rakst á þetta áðan útaf umræðum sem tengjast titli bloggfærslunnar og held ég hafi þarna náð að fanga anga af "slaufunarmenningunni" sem ég hef stundum reynt að orða eftir þetta - og hef fundið fyrir frá ólíklegasta fólki eftir að ég gagnrýni eitthvað sem því er kært (Eflingarforystu / Sósíalistaflokkinn / Covid viðbrögð / ofurtrú á ofskynjunarlyf og ótal margt annað).

Meira...

Unnið úr myndaskuldum, 2021 klárað

Gyða
Gyða í auðninni við Skjaldbreiðarveg sumarið 2021
Í upphafi hvers árs uppfæri ég myndasíðuna í höndunum. Þetta árið misfórst verkið aðeins og ég var að klára frá myndasíðu síðasta árs í gær. Uppfærði forsíðuna um leið þannig að einhverjar myndir frá þessu ári eru komnar inn og ég stefni á að ljúka við árið á næstu dögum. Í uppphafi ný árs verður vonandi allt á sínum stað.

Þetta er dálítið eins og verkskráningar í vinnunni, auðveldara ef það er framkvæmt reglulega.

Segulómskoðun með litlum fyrirvara

vond sjálfsmynd, ég að kæla öxlina í íbúðinni á Spáni
Ég þurfti að kæla öxlina af og til úti á Spáni vegna verkja

„Heyrðu, ég á lausan tíma eftir 15-20 mínútur. Kemstu þá“

Símtal frá Domus Röntgen klukkan hálf fjögur í dag. Ég þáði boðið og dreif mig, enda ekki langt að fara úr vinnunni.

Meira...

Eldri færslur