Örvitinn

Köllum þá nasista

Nasisti
footler er nasisti

„Hann er kannski rasisti sem aðhyllist hugmyndir um yfirburði hvíta kynstofnins, er á móti blöndun kynstofna, gyðingahatari, karlremba og skíthæll, en hann er ekki nasisti. Til að hægt sé að kalla einhvern nasista þarf hann að koma frá nasistan héraðinu í Þýskalandi“.

Næstum því sagt á Twitter ítrekað þessa dagana af gaurum sem eru alls ekki nasistar.

Hvað eigum við að kalla svona fólk sem aðhyllist hugmyndir um yfirburði hvíta kynstofnsins? Nei, það er ekki beint þjált að nota skilgreininguna svona og segir ekki heldur nóg. Rasisti er líka alltof vægt að mínu mati, allskonar fólk er mismiklir rasistar en langt frá því að aðhyllast einhverja ýkta kynþáttahyggju.

Nasisti er þjált orð og það segir alveg allt sem segja þarf, jafnvel þó umræddur einstaklingur sé hvorki meðlimur í Nasistaflokknum né með hakakross húðflúraðan á bringuna (þó gruni suma þeirra um það). Að mínu mati er nóg að einstaklingurinn samsvarar sig nasistum, segir það sama og nasistar, hugsar eins og nasisti.

Proud boys

Í Bandaríkjunum risu stoltir strákar upp frá lyklaborðunum og fóru í kröfugöngu í Charlottesville þar sem þeir hrópuðu að gyðingarnir myndu ekki koma í þeirra stað, „Jews will not replace us“. Íslensku nasistarnir á Twitter eru afar duglegir að tala um sömu samsæriskenningu.

Nasistar.

Aðrir internetgaurar sem eru of miklir aular til að fara út úr húsi og eiga samskipti við annað fólk, sérstaklega kvenfólk, og eru áhangendur nasistans Nick Fuentes, trolla á netinu og kalla sig Groypers. Stundum láta þeir eins og hatursboðskapurinn sé hálfgert grín en það hlær enginn með þeim.

Nasistar.

Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)