Örvitinn

Mastodon mas

sólsetur
Er sólin að setjast á Twitter?
Ég er ekki búinn að stofna Mastodon aðgang, hef enga afsökun aðra en leti. Ég er líka reyndar svo félagslega feiminn að mér hugnast ekki að byrja enn og aftur að safna fylgjendum og láta fólk blokka mig af litlu sem engu tilefni! Sennilega mun ég fyrst opna Mastodon server og búa til notanda þar, annað hvort á mínu léni eða hugsanleg Vantrúar ef það er stemming fyrir því. Veit ég er ekki velkominn á alla íslensku serverana.

Þangað til virkar þetta blogg alveg ágætlega, þó það keyri á mjög úreltu kerfi, og hefur þann kost að fáir ramba á það. Ákveðið frelsi í því.

Svo held ég að Twitter sé ekkert að hverfa alveg strax, en kannski hef ég rangt fyrir mér.

Finnst þetta ágæt grein:

Twitter was special. But it's time to leave

but don’t be fooled: the pay-for checkmarks drama might get a lot of the airtime, but the real killer for the site is the as-yet unimplemented decision to bury content and conversations from non-paying members of Twitter. It’s not here yet, but when it arrives soon it’ll all but guarantee the collapse of the micro-communities of experts and small content creator bubbles that made the site worthwhile.

Þessu eiginlega ekki tengt. Ég sá hljómsveitina Mastodon á Copenhell í sumar. Það var aldeilis skemmtilegt.

vefmál
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)