Sköllóttur karl
Þegar Ásdís Birta systurdóttir mín auglýsir eftir hármódelum, fyrir námið í Tækniskólanum, sit ég alltaf eftir með sárt ennið, módelin hennar þurfa að vera með millisítt eða sítt, liðað eða þykkt hár - a.m.k. ekki mjög stutt og með skalla.
Ég er nothæfur í rakstursæfingar og í gær kom stóra stundin, eftir andlitsrakstur æfði Ásdís Birta sig í að raka á mér hausinn líka. Frumraun fyrir okkur bæði.
Ég er ekki frá því að þetta sé ansi þægilegt.
Þið sjáið mig annars á vappi með six-pensarann næstu daga 🙂
Upphaflega Facebook status, en ástæða til að færa sem mest hingað inn, ég treysti þessari síðu.
Athugasemdir