Örvitinn

Símadrama í sveitinni

grjótveggur
Gengum framhjá þessum hlaðna grjótvegg í dag.
Fórum í smá göngutúr í dag, röltum hring frá bústað og byrjuðum á dálitlu brölti meðfram lækjarfarvegi. Ágæt ganga í mildu veðri og fallegum haustlitum.

Þegar við komum til baka í bústað fann ég ekki símann minn. Hafði hrasað á þúfum a.m.k. tvisvar í göngunni og síminn hafði hrokkið úr úlpuvasanum sem ekki er hægt að loka útaf biluðum rennilás.

Nú var illt í efni, find my device hjá Google gat tengst símanum en ekki sent staðsetningu, ég vissi að síminn var tengdur símkerfi en ekki ofan í læk. Við röltum því út að leita, gengum sömu leið og Gyða hringdi í númerið mitt án afláts.

Til að gera langa sögu stutta fannst síminn þar sem ég hafði hrasað fyrst, lá á þúfu eins og ekkert hefði gerst, í góðu formi þó það hefði rignt dálítið á hann.

Ég var afskaplega feginn að finna símann, það hefði verið bölvað vesen og bömmer að þurfa að endurnýja.

dagbók
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)