Nýr pítsuofn, fyrsta pítsan
Eins og alþjóð veit geri ég reglulega pítsur og er að eigin mati alveg þokkalega fær í því. Nú keypti ég mér loksins pítsuofn. Tími kominn til.
Keypti Roccbox pítsuofn hjá Heimili og hugmyndir eftir að hafa stúderað framboðið dálítið. Ofninn er bæði með gas- og viðarbrennara. Ég notaði gasið í kvöld, það er hentugra.
Hitaði ofninn í 420° en hann á alveg að komast í 500 gráður. Fannst þetta heppnast svona líka glimrandi vel. Er svona 90 sekúndur með pítsuna, sem þarf að snúa reglulega til að baksturinn verði jafn.
Athugasemdir