Örvitinn

Nýr pítsuofn, fyrsta pítsan

pítsa
Fyrsta pítsan var Margherita
Eins og alþjóð veit geri ég reglulega pítsur og er að eigin mati alveg þokkalega fær í því. Nú keypti ég mér loksins pítsuofn. Tími kominn til.

roccbox pítsuofn
Notaði ofninn á svölunum í kvöld, betra skjól þar en í garðinum
Keypti Roccbox pítsuofn hjá Heimili og hugmyndir eftir að hafa stúderað framboðið dálítið. Ofninn er bæði með gas- og viðarbrennara. Ég notaði gasið í kvöld, það er hentugra.

Hitaði ofninn í 420° en hann á alveg að komast í 500 gráður. Fannst þetta heppnast svona líka glimrandi vel. Er svona 90 sekúndur með pítsuna, sem þarf að snúa reglulega til að baksturinn verði jafn.

græjur matur
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)