Pulled pork dagur
Dagsverkið hjá mér fólst í að gera gera pulled pork. Bjó til kryddblöndu (púðursykur, paprika, hvítlauksduft, salt, pipar ofl) og makaði á kjötið. Brúnaði í steypujárnspotti, steikti svo lauk, sellerí, gulrætur og fleira í pottinum, kjötið ofan, tómatar í dós, viskýslurkur og fljótandi reykur með. Lok á pottinn og hann í ofninn í svona fimm klukkutíma.
Svissaður rauðlaukur er nauðsynlegur með pulled port að mínu mati. Það eru auðvitað miklir afgangar af kjötinu en það fer ekki til spillis, verður notað næstu daga.
Dálítil þrif í dag, Gyða ryksugaði og skúraði miðhæðina. Ég fór á hnén og nuddaði nokkra bletti með tusku. Ein þvottavél. Sjónvarpsgláp. Gyða fór út í göngutúr, ég hreyfði mig ekki rassgat!
Síðustu fimm daga hafa ~0.56% þeirra sem Íslensk erfðagreining hefur prófað reynst sýktur af veirunni. Það eru frekar jákvæðar fréttir og boðar vonandi gott.
Enda á stuttu myndbroti af mér að spilla DOOM 2016 á nýja tölvuskjánum.