Bónusferð
Það fréttnæmasta frá deginum í dag er að ég fór í Bónus! Var að sjálfsögðu búinn að gera ítarlegan innkaupalista og raða honum upp eftir uppsetningu verslunarinnar í Smáranum.
Var mættur í Smárann um hálf tólf. Fékk stæði nálægt inngangi og þurfti ekki að bíða í röð. Byrjaði á að sótthreinsa kerruna og sjálfan mig og fór svo skipulega í verkið, innkaupin tóku samt um hálftíma! Fólk reyndi að hafa bil á milli í búðinni en það gekk misvel, sérstaklega í mjólkur-/kjötkælinum. Annars virtust nú allir þokkalega afslappaðir og brosmildir. Tveggja metra bil var virt í röðinni að kassa og starfsmaður beið með að byrja á næsta þar til ég var búinn að fjarlægja allar mínar vörur, sem tók ekki langan tíma enda ég ofurskipulagður!
Hér í Bakkaseli er því nóg til af mat. Kjallarabollur í hádegismat og Bónus lasagna í kvöldmat (það er fínt, við höfum það reglulega í matinn).
Gyða fór út í göngutúr meðan ég kláraði vinnudaginn, hún byrjaði að vinna klukkutíma á undan mér. Engin hreyfing hjá mér í dag.
Bjartsýnismælirinn á svipuðum stað, þó það vekji auðvitað ugg þegar fólki fjölgar í öndurvélum á gjörgæslu.