Örvitinn

Fjarfundadagur og heimaæfing

Lóð
Lóðasettið

Það var töluvert fjarfundað í Bakkaseli í dag. Gyða á miðhæðinni, ég niðri á skrifstofu. Scrum standup klukkan tíu hjá mér, aðalfundur Trackwell klukkan ellefu, refinement fundur klukkan eitt og starfsmannafundur hjá Men&Mice klukkan tvö!

Ég tók svo loks smá æfingu hér heima. Skokkaði aðeins á hlaupabretti og gerði nokkrar æfingar með handlóðum. Ekkert mjög skipulagt en ég reyndi þó aðeins á axlir, hendur og fætur. Sumt af þessu var meiri þolleikfimi en ég stunda vanalega en það er bara ágætt að breyta til.

Kolla og Inga María fóru og sóttu núðlur frá Wok On, udon núðlur með risarækjum, papriku, spergilkál og sterkri sósu eru afskaplega góður matur.

Stemming dagsins útaf ástandinu er bara alveg þokkalega jákvæð!

dagbók
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)