Örvitinn

Handlóðaferðalag

Hestur
Þessi fallegi fákur tók á móti okkur og kvaddi við bústað. Tók símamynd úr bílglugga þegar við fórum heim.
Veirudagbók, áttundi kafli. Fátt gerðist annað en að við hjónin ókum í sumarbústað til að sækja handlóðasett.

Unnum heima í dag. Svosem fátt um það að segja (ekkert þunglyndi samt, bara tíðindalítið). Setti tölvuskjá upp í herberginu hennar Kollu, 27" skjár nýtist ágætlega sem "sjónvarps"skjár líka. Nýi skjárinn er geggjaður!

Hrærð egg og beikon í hádegismat, hóflegur skammtur.

Veðrið var skárra í dag en síðustu daga og ég er ekki frá því að það hafi dálítil áhrif á mig. Fór samt ekkert út úr húsi fyrr en seinnipartinn.

Eftir vinnu fórum við hjónin semsagt út, byrjuðum í Sorpu með umbúðir utan af skjánum fína og ókum svo upp í bústað í Borgarfirði. Þar átti ég handlóðasett sem kemur sér ágætlega nú þegar ekki er hægt að komast í líkamsrækt. Þetta eru fín lóð, sæmilega þung. Það var ekki mikil umferð, sem kemur lítið á óvart og ferðin gekk vel. Hesturinn á myndinni tók á móti okkur rétt við bóndabæinn, áður en beygt er inn að bústöðum.

Við stoppuðum örstutt, rétt sóttum lóðin og tékkuðum á bústaðnum áður en við héldum aftur heim.

Fengum okkur kvöldmat hjá La Colina pítsustaðnum í Borgarnesi. Þessa daga viljum við versla við litlu fjölskyldustaðina og þetta er einn þeirra. Mæli með pítsunum þar.

Heimferðin gekk jafn vel og uppeftir, afar lítil umferð á leið í bæinn rétt rúmlega átta.

Horfðum á Kveik. Magnað mál með Gamma en er ekki þörf á frekari rannsókn á félaginu. Hvernig varð Gamma að næstum engu, varla eingöngu útaf þessu fasteignafélagi. Ég spái því að einhver hópur hafi stolið eins og milljarði úr þessu dæmi!

dagbók
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)