Heimavinnan
Unnum og lærðum heima í Bakkaseli í dag. Fórum lítið úr húsi. Sóttum reyndar bílinn til BL í dag, þar borgaði ég tuttugu þúsund krónur fyrir ekkert. Svona eins og vanalega. Ég nenni þessu dæmi alls ekki. Kom við í bakaríi á bakaleiðinni. Hélt mig tvo metra frá fólki.
Hvað á að segja um ástandið? Ég veit það ekki, auðvitað hef ég áhyggjur en er þó ekki að fríka út eins og margir á samfélagsmiðlum. Ég held að margir þurfi að taka sér smá pásu, anda rólega.
DOOM eternal kom út í dag. Ég er að spá í að kaupa hann mjög fljótlega. Ákvað samt fyrst að ræsa síðasta DOOM leik upp og spila. Hef ekki snert hann síðan 2018! Ég á nóg af ókláruðum tölvuleikjum, þó síðasti DOOM sé reyndar ekki þar á meðal, ég kláraði hann. Bara að spá í að spila aftur..
Stelpurnar fóru að sækja kvöldmatinn frá Hraðlestinni. Ég tók kjúkling og nautahakk úr frysti til að elda um helgina.
Engin hreyfing í dag, ég ætla að tékka á ræktinni á morgun. Vonandi verður opið eitthvað lengur, ég sótthreinsa fyrir og eftir allt.
Finnst næstum hlakka í sumum yfir ástandinu, t.d. því að nær allar íþróttir hafi lagst niður. Vona að það sé bara ímyndun í mér.