Örvitinn

Ferð um Snæfellsnes

Fórum í fjölskylduferð um Snæfellsnes á laugardag. Það var hráslagalegt en ferðin samt fín. Ég tók nokkrar myndir

Ásgeir þefar af hákarli
Byrjuðum á Hákarlasafni í Bjarnarhöfn. Ásgeir Þórðarson yngri einbeitti sér að því að finna lyktina af hangandi hákarlaketi í skúrnum.

Kirkjan
Skoðanaferð endaði dálítið óvænt í helgiathöfn. Ég faldi mig uppi á kirkjulofti!

Ásgeir Þórðarson eldri
Ásgeir Þórðarson eldri sá um að keyra rútuna.

Hráslagalegt Kirkjufell
Kirkjufellið í bakgrunni hefur oft litið betur út.

Hellnar, Arnarstapi
Gengum frá Hellnum að Arnarstapa, landslagið þar er hrikalegt.

Gatklettur
Ég tók mynd af Gatkletti og mundi þá eftir að hafa fyrir löngu rölt niður í fjöru og tekið mynd af honum.

dagbók
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)