Ferð um Snæfellsnes Fórum í fjölskylduferð um Snæfellsnes á laugardag. Það var hráslagalegt en ferðin samt fín. Ég tók nokkrar myndir Byrjuðum á Hákarlasafni í Bjarnarhöfn. Ásgeir Þórðarson yngri einbeitti sér að því að finna lyktina af hangandi hákarlaketi í skúrnum. Skoðanaferð endaði dálítið óvænt í helgiathöfn. Ég faldi mig uppi á kirkjulofti! Ásgeir Þórðarson eldri sá um að keyra rútuna. Kirkjufellið í bakgrunni hefur oft litið betur út. Gengum frá Hellnum að Arnarstapa, landslagið þar er hrikalegt. Ég tók mynd af Gatkletti og mundi þá eftir að hafa fyrir löngu rölt niður í fjöru og tekið mynd af honum. 15.09.2019 22:10 dagbók Athugasemdir Nafn: tölvupóstfang: ath. póstfangið birtist ekki á síðunni Heimasíða: má sleppa athugasemd:(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)