Örvitinn

Fimm youtube fitness rásir

raektin.png
Úr ræktinni
Ég puða stundum í ræktinni og stundum glápi ég á myndbönd á youtube (en aldrei á sama tíma!). Það eru til alveg rosalega margar youtube fitness rásir og margar þeirra eru algjört rusl, jafnvel hættulegar stundum þegar verið er að kenna einhverja bölvaða vitleysu. Helsti vandinn við þessar rásir er að fólk er að keppast við að gefa út efni reglulega og því er dálítið mikið um endurtekningar og/eða almennar pælingar.

Hér eru fimm youtube rásir sem mér finnst ansi góðar.

Svona youtube rásir koma ekki í staðin fyrir (góða) einkaþjálfara, en það er hægt að læra helling af þeim. Gott að stúdera t.d. stóru æfingarnar vel og hafa ráðin í huga þegar maður gerir þær í ræktinni.

Hér er glænýtt myndband frá einum sem ekki komst á listann (enda bara gaur að ranta!), þar sem bjánum eins og mér er bent á að ræktin snýst ekki um að bæta alltaf metið í stakri lyftu heldur lífstíl og heilbrigði.

heilsa vísanir
Athugasemdir

Matti - 09/02/19 14:46 #

Á Facebook spurði Erna:

hey... vantar ekki Barbell Medicine þarna? Miklu betri en t.d. ruglið sem kemur oft frá Isuf.... evidence based powerlifting!

Og svar mitt er:

Omar Isuf er nú oftast fínn.
En ég hef bara aldrei horft á Barbell Medicine :)

Þetta er m.ö.o. ekki tæmandi listi eða bestu youtube fitness/lyfinga rásirnar. Bara fimm youtube rásir sem ég horfi reglulega á og finnst góðar.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)