Eldur, Gvuð og ótti
Grísku málmhausarnir og íslandsvinirnir í Rotting Christ ætla að gefa út nýja plötu í febrúar og voru að smella smáskífu á helstu tónlistarveitur. Hér er lagið með texta af youtube síðu þeirra.
Fyrir þá sem hafa gaman að melódísku þungarokki (eitthvað eins og Skálmöld, Ham, Amon Amarth...) en þekkja ekki Rotting Christ þá verð ég að mæla með að þið kynnið ykkur hljómsveitina. Algjörlega frábært stöff. Elthe kyrie er t.d. besta hlaupalag í heimi og Grandis Spiritus Diavolos er klassíkt þó þeir hafi aðeins klúðrað textanum! (eða sko, mér fannst ég amk bæta hann dálítið á Eistnaflugi)
Svo skemmir ekki fyrir nú í byrjun desember hvað þetta er yndislega andkristilegt.
Athugasemdir