Með Sleipni upp á Langjökul
Við vorum svo heppin að fá að fara í upp á Langjökul með þessu tryllitæki í gær. Ástvaldur Óskarsson bauð stórfjölskyldunni og við létum okkur ekki vanta.
Vorum einstaklega heppin með veður og útsýni. Það var þungbúið þegar við ókum að jökli en við ókum upp fyrir þokuna.
Það var glampandi sól þar sem við stoppuðum til að grilla. Ég dundaði mér við að taka myndir af jökli og fólki, birtan var síbreytileg.
Tókum eina hópmynd, ég held við höfum verið 45 í ferðinni en bíllinn tekur fimmtíu farþega.
Jóna Dóra tók mynd af okkur.
Sleipnir er alveg sérlega vandað farartæki og vel fer um farþega, útsýnið einstaklega gott.
Athugasemdir