Karlmenn hafa ekkert forskot á konur...
Verkalýðsfélag var að kjósa nýjan formann. Þessi voru í framboði.
Hún | Hann |
---|---|
[Hún] útskrifaðist með MBA-gráðu við Háskóla Íslands árið 2012, lauk námi í mannauðsstjórnun við Endurmenntun Háskóla Íslands árið 2005 og verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun við Endurmenntun Háskóla Íslands árið 2004. Á árabilinu 1996-2013 sinnti hún margsinnis snörpum álagsverkefnum sem kosningastjóri. Hún starfaði hjá 365 miðlum ehf. 2005-2012. Þar var hún framkvæmdastjóri mannauðssviðs og sá m.a. um þverfagleg verkefni og kjarasamningsgerð. Hún var áður framkvæmdastjóri starfsmanna- og þjónustusviðs og verkefnastjóri áskriftasöludeildar hjá fyrirtækinu. Hún var deildarstjóri innheimtudeildar Tals 1999-2002, þjónustustjóri Islandia Internet ehf. 1997-1999. Starfaði á skrifstofu VR 1989-1996, hóf þar störf í móttöku, síðan í kjaramáladeild, var í afleysingum við sjúkrasjóð og sá síðan um bókhald VR og skyldra félaga. Þá var [hún] formaður starfsgreinaráðs skrifstofu- og verslunargreina 2011, í stjórn Kvenréttindafélags Íslands 1995-2001, varamaður í jafnréttisráði 2001-2003 og formaður landsliðsnefndar kvenna í handbolta 1995-1996. |
Fyrri störf Menntun |
Auðvitað vann karlinn með yfirburðum.
Matti - 14/03/17 14:43 #
Það er aðeins þrasað á Facebook, ég tek það kannski saman síðar. En kjarninn í því er sá að sumir vilja meina að þetta hafi ekkert með jafnrétti kynjanna að gera, karlinn verðskuldi djobbið vegna þess að hann sé hugsjónamaður og fólk óánægt með hana (ekki komið fram hvers vegna).
ps. Mér leiðast Facebook umræður!
Matti - 14/03/17 15:33 #
Ekkert hefur beinlínis komið fram í þessum Facebook umræðum varðandi það hvað konan gerði til að uppskera óánægju félagsmanna (annað en launahækkun á tímabilinu).
Aftur á móti er eina alvöru skýringin sem hefur komið fram sú að konan sé„innmúraði MBA kandídatinn og hann vinstri popúlistinn af gólfinu.“ Hún er fulltrúi valdsins og yfirstéttar, hann fulltrúi litla mannsins.
Daniel - 16/03/17 15:53 #
Sæll Matti, getur ekki lika verid ad fyrst kjörsoknin var svona lag, ad tessi 17% sem toku tatt hafi verid folkid sem vildi breytingu, a medan hin 83% voru satta folkid sem voru ekkert ad spa i tessu?