Örvitinn

Norðurljós í Reykjavík

Eins og fjölmargir aðrir fór ég út í gærkvöldi til að virða norðurljósin fyrir mér. Tók myndavél og þrífót með, að sjálfsögðu! Gekk kannski dálítið langt í myndvinnslu, átti samt ekkert við norðurljósins sjálf en lýsti upp forgrunn.

Northern lights in Reykjavík

Það var búið að ræða dálítið um norðurljósin enda verið fín ljós síðustu daga á undan og spáð að þessi yrðu enn magnaðari. Það var því ekkert skrítið að fjölmargir færu út til að virða þau fyrir sér. Við fórum í Elliðaárdal og fengum flotta sýningu um ellefu.

Einhverjir eru þannig stilltir að um leið og fjöldinn gerir eitthvað finnst þeim það hallærislegt. Ég er ekki saklaus af því sjálfur, það lá við að ég fengi móral yfir því að vera að taka (og birta) myndir af norðurljósum þegar "allir" eru að gera það. En hverjum er ekki sama, það er gaman að þessu og enginn ætti að sleppa því að virða fyrir sér öflug norðurljós. Það getur verið magnað sjónarspil. Það er líka skemmtilegt að reyna að ná myndum af þeim, stilla upp vél, finna forgrunn og fikta í mögulegum stillingum. Gerum það sem okkur finnst skemmtilegt.

Ég ætla a.m.k. að reyna að taka fleiri myndir af norðurljósum í vetur. Helst úti á landi, þegar við förum í sumarbústað. Og hverjum er ekki sama þó aðrir hafi gaman að því líka?

dagbók myndir
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)