Örvitinn

Upphífingar

Ég tók fram í 270 daga færslunni að eftir að hafa náð þyngdarmarkmiðum væri ég komin með önnur markmið eins og að gera upphífingar sem ég hef aldrei getað.

Á miðvikudag í síðustu viku prófaði ég upphífingar (chin up) án stuðnings í lok æfingar og viti menn - ég gat þær. Þetta var reyndar eftir ágætis brjóst/bak æfingu þannig að ég gat ekki margar en upp fór ég samt. Hef ekkert verið að æfa þetta, tvisvar eða þrisvar tekið upphífingar með stuðningi síðustu mánuði. Á föstudag prófaði ég aftur og tók þá fimm stykki. Á sunnudag prófaði ég eina að framan (pull up) og tók svo sett, 4-5-4 af chin ups.

Markmiðið er að bæta mig í upphífingum, ná einhverjum helling í báðum útgáfum. Stefni fyrst á tíu chin ups og fimm pull ups.

Er ekkert verið að nota sitthvort hugtakið fyrir pull up og chin up á íslensku?

heilsa
Athugasemdir

Þórhallur Helgason - 11/08/15 11:13 #

Tæknilega séð er hvort tveggja upphífingar, annars vegar með öfugu gripi og hinsvegar með framgripi. Veit ekki til þess að þetta eigi sér sín eigin heiti.

En þegar þú gerir pull-up, er það þá án sveiflu? Mjög vel gert að ná svona mörgum chin-ups, btw! :D

Matti - 11/08/15 14:11 #

Engin sveifla, fór rólega upp.

Þórhallur Helgason - 14/08/15 21:02 #

Það er eiginlega ákveðið afrek að ná einni "unassisted" pull-up, er enn að brúka teygju til að geta komist upp (mætti jafnvel kalla það risvandamál). Næ hinsvegar að gera nokkrar með því að sveifla en það er auðvitað alls ekki eins mikið rokk... ;)

Matti - 15/08/15 11:27 #

Ég er að spá í að sleppa sveiflunum alfarið :-)

Annars er dagamunur á mér, síðast þegar ég prófaði (á miðvikudag) gekk þetta lítið - náði samt aftur einni pull-up en hinar voru erfiðari en síðast (þetta var líka eftir brjóst og bak æfingu).

Hef lesið að það sé gagnlegt að æfa pull-up öfugt, þ.e.a.s. byrja uppi og síga hægt niður.

Mér liggur ekkert á, þetta kemur hægt og rólega.

Matti - 15/08/15 18:49 #

Tvær pull-up í dag, engin sveifla. Svo tvisvar stök upplyfting og í lokin tvær eða þrjár "öfugar", þ.e.a.s byrjaði bara uppi og lét mig síga hægt. Nokkrar chin-up, þrisvar sinnum fjórar held ég.

Þórhallur Helgason - 16/08/15 13:17 #

Vel gert!

Matti - 19/08/15 15:17 #

Ég held áfram að setja statusa hér inn :)

Í hádeginu í dag byrjaði ég á upphífingum eftir upphitun (tíu mínútur á hlaupabretti). Tók þrjár pull-up - sú síðasta ekki fullkomin - segjum 2.8 pull-up. Þannig að ég sé alveg framfarir sem er dálítið skemmtilegt.

Eigum við ekki að segja að markmiðið sé fimm pull-up fyrir mánaðarmót september október.

Matti - 30/09/15 21:05 #

Hmm, ég gleymdi þessu markmiði alveg!

Tók 4x5 chinup milli leikja í inniboltanum í hádeginu í gær. Hef ekkert verið að bæta mig í pull-up held ég. Þarf að huga að þessu.

Matti - 03/10/15 01:09 #

Sjö chinup í einni lotu eftir hlaup í fyrradag.

Matti - 18/10/15 17:34 #

Undanfarið hef ég reglulega gert átta chinup. Kemst ekki hærra en það eins og er. Þetta kemur.

Matti - 20/10/15 16:43 #

Tvisvar sinnum níu í dag, einu sinni í miðjum fótboltatíma og einu sinni eftir boltann. Styttist í tíu.

Matti - 22/10/15 17:38 #

Tíu chinup í einni lotu eftir bolta í dag. Nú þarf ég að fara æfa pull-ups.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)