Örvitinn

Gallabuxur á bryggjunni

Fórum í óvissuferð með samstarfsfólki mínu hjá Trackwell síðustu helgi. Byrjuðum í Hveragerði þar sem við húrruðum á kaðli yfir gil. Fórum næst á kayak á Stokkseyri og borðuðum kvöldverð á Hernámssetrinu á Hlöðum. Þetta var allt saman ósköp skemmtilegt.

Ég varði meistaraverkefni fyrir viku og kláraði með ágætis einkunn. Lýk endanlega* námi í tölvunarfræði tuttugu árum eftir að ég hóf það. Þessi seinni törn tók bara fimm ár. Það er dálítið skrítið að vera búinn að ljúka þessu. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að gera.

Á bryggjunni á Stokkseyri lágu gallabuxur nokkuð snyrtilega samanbrotnar. Ætli eigandinn hafi kastað sér í sjóinn?

Gallabuxur

* Ég stefni semsagt ekki á doktorsgráðu.

dagbók
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)