Örvitinn

Hádegisfótbolti mældur

Fékk GPS úr og púlsmæli að láni hjá Gyðu fyrir fótboltann í dag og kortlagði yfirferðina. Á tæplega hálfum velli hljóp ég 6.88km á klukkutíma og korteri. Fyrstu ellefu mínútur voru upphitun og blaður en eftir það tók ég þokkalega á því. Meðalpúlsinn var 158 slög, hæsti 229 slög og mesti hraði 17.9km.

Þessi mynd er klippt nokkurn vegin um völlinn sem við spiluðum á í dag. Ég hélt mig miðsvæðis, fór í mark í tíu mínútur (í kring um fimmtugustu mínútu sýnist mér) hljóp út tímann. Liðin skiptu um vallarhelming eftir fyrri leikinn þannig að það sést ekki alveg hvort ég var svona mikið í vörn eða sókn - en ég held það hafi verið nokkuð jafnt.

Yfirferð

Dálítið gaman að fylgjast svona með þessu. Markmiðið er þá augljóslega að hlaupa 7km næst.

heilsa
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)