Fimm ástæður fyrir því að fólk fitnar
Sá fyrirsögn með tíu ástæðum en ákvað að taka saman lista yfir fimm helstu ástæðurnar (ekki afsakanir) fyrir því að fólk fitnar.
- Fólk borðar og drekkur fleiri hitaeiningar en það þarf. Líkaminn breytir afgangnum í fitu.
- Sjá fyrsta lið
- Sjá fyrsta lið
- Sjá fyrsta lið
- Sjá fyrsta lið
Næst. Fimm helstu ástæðurnar fyrir því að fólk er syfjað. Kaffi er ekki á listanum.
Erna Magnúsdóttir - 14/04/15 10:53 #
Hey. Ég er undantekningin. Ég er viss um að ég er með einhvern erfðasjúkdóm, eins og of markar kópíur af amýlasageninu sem gerir það að verkum að ég fitna af því að horfa á nammi...
Matti - 14/04/15 14:24 #
Ég fitna líka þegar ég horfi á nammi, aðallega vegna þess að skömmu síðar er ég búinn að stinga því upp í mig :-)
Þess vegna hætti ég að horfa á nammi!
Annars er ég sem betur fer ekkert rosalegur nammigrís.
Ég er líka alveg viss um að fólk fitnar af mörgum ástæðum, en 99% þeirra sem fitna gera það vegna þess að fólk borðar of mikið - og í flestum tilvikum áttar fólk sig ekki á því. Það er rosalega auðvelt að borða 2500-3000 kaloríur á dag.
Jóhann - 15/04/15 10:57 #
Ég held oft áfram ad geispa og gapa thó ég hafi sturtad í mig helling af kaffi.
Annars er ég sammála thér vardandi hitt.