Örvitinn

Fimm ástæður fyrir því að fólk fitnar

Sá fyrirsögn með tíu ástæðum en ákvað að taka saman lista yfir fimm helstu ástæðurnar (ekki afsakanir) fyrir því að fólk fitnar.

  1. Fólk borðar og drekkur fleiri hitaeiningar en það þarf. Líkaminn breytir afgangnum í fitu.
  2. Sjá fyrsta lið
  3. Sjá fyrsta lið
  4. Sjá fyrsta lið
  5. Sjá fyrsta lið

Næst. Fimm helstu ástæðurnar fyrir því að fólk er syfjað. Kaffi er ekki á listanum.

heilsa
Athugasemdir

Erna Magnúsdóttir - 14/04/15 10:53 #

Hey. Ég er undantekningin. Ég er viss um að ég er með einhvern erfðasjúkdóm, eins og of markar kópíur af amýlasageninu sem gerir það að verkum að ég fitna af því að horfa á nammi...

Matti - 14/04/15 14:24 #

Ég fitna líka þegar ég horfi á nammi, aðallega vegna þess að skömmu síðar er ég búinn að stinga því upp í mig :-)

Þess vegna hætti ég að horfa á nammi!

Annars er ég sem betur fer ekkert rosalegur nammigrís.

Ég er líka alveg viss um að fólk fitnar af mörgum ástæðum, en 99% þeirra sem fitna gera það vegna þess að fólk borðar of mikið - og í flestum tilvikum áttar fólk sig ekki á því. Það er rosalega auðvelt að borða 2500-3000 kaloríur á dag.

Jóhann - 15/04/15 10:57 #

Ég held oft áfram ad geispa og gapa thó ég hafi sturtad í mig helling af kaffi.

Annars er ég sammála thér vardandi hitt.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)