100% landsmanna trúlausir
Samkvæmt óformlegri könnun sem ég framkvæmdi í stofunni í Bakkaseli rétt í þessu eru allir aðspurðra trúlausir. Þetta er kannski ekki mjög nákvæm könnun að einhverra mati en "eftir stendur þó að langflestir landsmenn eru [trúlausir], ef marka má téða könnun sem er óformleg..." #
Þetta er það heimskulegasta sem ég sá á netinu í dag ásamt þessu þvaðri á sama vettvangi.
Almar Daði - 06/04/15 23:10 #
Þú ert ofstækisfyllsti sértrúaðarsafnaðarleiðtogi landsins.
Matti - 06/04/15 23:11 #
Leiðtogi hvaða sértrúarsafnaðar er ég og í hverju felst ofstæki mitt?
Ég spyr en fæ alveg örugglega ekki svar, ekki frekar en síðast. Undarleg árátta hjá sumum.
Jón Frímann - 07/04/15 02:57 #
Almar, Það að hafa slökkt á sjónvarpinu er sjónvarpsrás.
Þetta er markleysa í þér. Trúleysi eru ekki trúarbrögð og það er talsvert síðan Matti var formaður Vantrúar.
Síðan er það nú þannig að kirkjan, jesú og allur sá pakki og meira til er ekkert nema ímyndunarveiki fárra manna að kenna. Staðreyndin er sú að trúarbrögð í sínu hreinasta formi er ekkert nema geðveikin ein og sér. Í gegnum söguna hafa trúarbrögðin breyst, þar sem þau urðu í raun valdakerfi og kúgunarkerfi sem notað var á alþýðuna.
Slíkt ætti hvergi að vera samþykkt en er í dag í dag samþykkt. Enda lætur íslenska ríkið kirkjuna fá 5000 milljónir á ári í þann rekstur. Það er mín skoðun að þessi stofnun ætti bara að innheimta mánaðargreiðslur eða ársgreiðslur fyrir það fólk sem vildi vera þar inni.
Það er einnig staðreynd að allir tapa á trúarbrögðum.
Næstum því tengd grein um þetta mál, http://time.com/3379253/what-i-gained-when-i-lost-my-religion/