Uppfærð þyngdarsíða
Áhugaverðasti hluti þessa bloggs, þyngdaryfirlitið, hefur verið uppfærður. Gamla google grafið sem ég notaði hætti að virka fyrir allar tölur því þær voru of margar fyrir url-ið. Þar var semsagt verið að senda gögnin sem url-parametra til Google og GET styður bara takmarkaðan fjölda stafa.
Nú nota ég þessi gröf frá Google sem sækja gögn með Ajax kalli frá lítilli vefþjónustu (Django ofan á sqlite3) á vefþjóninum mínum. Ótrúlega skemmtilegt!
Eins og sjá má sá ég í fyrsta skipti í afskaplega langan tíma*undir 80kg síðasta sunnudag. Já, ég sukkaði örlítið kvöldið áður.
Kannski uppfæri ég þetta eitthvað síðar og bæti við möguleikum á að velja tiltekið tímabil og kannski set ég einhverja frekari tölfræði inn, t.d. línu fyrir vegið meðaltal. Svo langar mig líka að fikta í fleiri svona graf-söfnum en hef ekki beint tíma í það!
* Giska á að ég hafi síðast séð undir 78 seinni hluta ársins 1993.