Örvitinn

Uppfærð þyngdarsíða

Þyngdargraf síðasta árið

Áhugaverðasti hluti þessa bloggs, þyngdaryfirlitið, hefur verið uppfærður. Gamla google grafið sem ég notaði hætti að virka fyrir allar tölur því þær voru of margar fyrir url-ið. Þar var semsagt verið að senda gögnin sem url-parametra til Google og GET styður bara takmarkaðan fjölda stafa.

Nú nota ég þessi gröf frá Google sem sækja gögn með Ajax kalli frá lítilli vefþjónustu (Django ofan á sqlite3) á vefþjóninum mínum. Ótrúlega skemmtilegt!

Eins og sjá má sá ég í fyrsta skipti í afskaplega langan tíma*undir 80kg síðasta sunnudag. Já, ég sukkaði örlítið kvöldið áður.

Kannski uppfæri ég þetta eitthvað síðar og bæti við möguleikum á að velja tiltekið tímabil og kannski set ég einhverja frekari tölfræði inn, t.d. línu fyrir vegið meðaltal. Svo langar mig líka að fikta í fleiri svona graf-söfnum en hef ekki beint tíma í það!

* Giska á að ég hafi síðast séð undir 78 seinni hluta ársins 1993.

forritun vefmál
Athugasemdir

Matti - 12/03/15 00:40 #

Bætti inn línu fyrir vegið meðaltal. Það er ekki hluti af þessu graf-safni frá Google, ég þarf að reikna það í höndunum. Útfærsluna má sjá í javascript kóðanum.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)