Örvitinn

Facebookfrí fram á vor

fuck_yeah.jpg

Ég ætla að taka mér frí frá Facebook fram á vor.

Þessa mánuði er ég að vinna í meistaraverkefni með fullri vinnu. Það er frekar mikið, satt að segja alltof mikið. Til að komast í gegn um þessa önn þarf ég að nýta tímann betur og meðal annars hætta óþarfa netrápi. Það verður að segjast eins og er, Facebook er óskaplega mikið óþarfa nethangs.

Ég tek aðganginn úr sambandi á morgun, fjarlægi appið úr símanum og skelli á eftir mér eins og ég er alræmdur fyrir. Hristi af mér fráhvörfin og minnka alla aðra óþarfa netnotkun líka.

Rifja upp af og til af hverju mér finnst Facebook, þrátt fyrir marga kosti, vera að eyðileggja internetið.

Mun blogga áfram, sennilega oftar en undanfarið. Ég dett auðvitað út af Facebook spjallinu á sama tíma, þeir sem vilja ná í mig geta sent mér tölvupóst eða prófað Google hangouts, jafnvel hringt! Eini "samfélagsmiðillinn" sem ég verð virkur á er myfitnespal. Ef þið viljið endilega fá "like" frá mér verðið þið að skrá ykkur þar og gerast vinir mínir!

dagbók
Athugasemdir

Matti - 12/02/15 14:20 #

Jæja, ég er búinn að aftengja. Fjarlægja app úr síma, aftengja Messages forritið, aftengja tilkynningar í OS X (sjálfvirka tengingin þar gerði aðganginn minn virkan aftur).

Matti - 12/02/15 17:51 #

Breytti aðeins um stefnu, í stað þess að gera aðganginn óvirkan og í raun eyða mér af Facebook (og þar með mörgum innleggjum mínum, umræðum sem ég hef sett inn, makastillingum Gyðu og þessháttar) ákváðum við að Gyða myndi skipta um lykilorð fyrir mig og geyma fram í maí.

Ég er því til á Facebook en er ekki á Facebook.

Óli Gneisti - 18/02/15 20:28 #

Ég er að böggast í Íbúasamtökunum fyrst þú ert ekki þar.

Matti - 18/02/15 23:06 #

Æi, ég fæ næstum samviskubit að vera ekki á vaktinni þar. Eitthvað merkilegt að gerast?

Óli Gneisti - 19/02/15 08:39 #

Æ, nei. Bara verið að deila heimskulegum myndum um flugvöllinn þar sem hjólareiðafólk er í aðalhlutverki.

Óli Gneisti - 26/02/15 16:56 #

En já, í þínum sporum hefði ég sett sjálfkrafa deilingu á bloggfærslunum þínum á Facebook með lokað fyrir komment þar. Þá sæu fleiri.

Matti - 26/02/15 21:19 #

Þú hefur rétt fyrir þér. En það er líka allt í lagi mín vegna að það sjái þetta fáir :-)




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)