Ögmundur og klámbransinn
Ögmundur Jónasson tjáði sig um klámbannshugmyndir í þessu viðtali og sagði meðal annars).
Whose idea was the porn ban? Just curious to see how this came about.
No ban has been introduced, only the discussion has been initiated. But the industry has reacted hysterically. Not strange, this is a lucrative business which does not want to be disturbed. #
Ef Ögmundur1 getur sannað að klámiðnaðurinn sé á bak við mótmæli gegn hugmyndum hans um að ritskoða internetið mæli ég með því að Ögmundur leggi þau sönnunargögn á borðið.
Í sama viðtali:
What do you think of the public letter initiated by IMMI.is? Smári McCarthy, the director from IMMI, said it would be “entirely impossible” for the porn ban to be passed. Do you have anything to say to the people who signed the letter?
I would ask them why they are ready to stand up for the producers and salesmen of violence, greedy ruthless business interests and not for those who are being misused. They justify this in the name of human rights and the defence of liberty! I would like to ask if there was not a contradiction there somewhere. #
Án sannana er tal Ögmundar um viðbrögð klámiðnaðarins ekkert annað en grófar dylgjur um þá fjölmörgu sem hafa sett ítarleg og góð rök fram gegn ritskoðun og eftirliti á netinu, þar með talið þá sem skrifuðu undir þetta bréf og hafa tjáð sig á ráðstefnum sem ráðuneyti Ögmundar stóð fyrir.
Það er nefnilega rætin lygi að klámbransinn hafi brugðist ókvæða við. Sá bransi á engan þátt í umræðunni á Íslandi. Þeir sem hafa bent Ögmundi og kó á að hugmyndir um að banna klám á netinu eru rándýrar, óraunhæfar og leiða í raun til gríðarlegrar ritskoðunar og eftirlits, tengjast klámbransanum ekki á neinn hátt.
They are failing to see that the internet is not society as such but part of society,...
Samfélagið sem Ögmundur vísar til er ekki Ísland, internetið er magnað fyrirbæri vegna þess að samfélagið sem um er að ræða er heimurinn allur. Tilraunir til að hólfa internetið í afmarkaðar (ritskoðaðar) einingar eru tilraunir til að eyðileggja internetið. Það er ekki hægt að hrósa Snowden fyrir uppljóstranir og styðja á sama tíma sambærilegar aðferðir og Snowden ljóstraði upp um - það er ekkert skárra að liggja undir smásjá íslenskra yfirvalda en bandarískra.
1Og allir aðrir sem halda þessu fram.
Simon - 27/08/13 15:29 #
Góð grein og virkielga vel framsett, Ögmundur er alveg hellaskaður í þessu máli og ömurlegt að fylgjast barnslegum einföldunum hans á þessu máli og stilla öllum upp sem ekki vilja ritskoðun sem sérstökum stuðningsmönnum kláms.
Þorsteinn Úlfar Björnsson - 27/08/13 16:58 #
Ögmundur er að biðja um að hér verði teknar upp aðferðir NSA.
Mér finnst hann vera að nálgast Vigdísi Hauks í hugsun. Merkilegt.