Kvenlíkaminn og íslam
Í myndbandi sem vísað er á af Facebook hópnum Opið Ísland vakti athygli mína að líkami konunnar var a.m.k. í tvígang blörraður eins og kynfæri eða lógó þrátt fyrir að konan væri í fötum. Þegar ég sá fyrri myndina fór ég að spá hvort það hefði sést eitthvað meira en brjóstaskora en seinna skjáskotið staðfesti að það er nóg að það móti fyrir kvenlíkama.
Eins og fram kemur í myndbandinu þarf að verja karlmenn fyrir losta þeirra.
Það er áhugavert að skoða þessa hlið trúarbragða í ljósi (eðlilegu) kröfunnar um að ábyrgð af kynferðisbrotum sé færð af fórnarlömbum yfir á gerendur eins og meðal annars er bent á í Druslugöngunni. Krafan um að konur hylji líkama sinn til að forða mönnum frá losta og freistingu er afar öfgafull birtingarmynd hugmyndarinnar um að ábyrgðin sé fórnarlambanna.
Baldur - 06/08/13 11:46 #
Þarf ekki islam til!
Jón Frímann - 06/08/13 12:24 #
Þetta kemur lítið á óvart, enda er litið á konur sem eign í ákveðnum gerðum af íslam (sögur þess efnis að íslam séu ein trúarbrögð eru uppspuni).
Þetta er hinsvegar ekkert betra í kristni, enda er grunnur þessara trúarbragða sá sami.