Haltur leiðir blindan
þegar menn eins og Hrannar Baldursson taka undir siðferðisspurningar mínar #
Ég hló upphátt þegar ég las þetta. Hrannar Baldursson hefur dylgjað um mig og Vantrú á netinu í mörg ár. Hann er einn sá síðasti sem ég tek mark á þegar kemur að siðferðisspurningum.
Það að Carlos, Harpa, Helgi Ingólfs, Hrannar og Bergur Ísleifs séu sömu skoðunar er fyrir mér afar góð vísbending um að ég sé á réttri braut.
Óli Gneisti - 16/10/12 14:08 #
Þetta er ákaflega fyndið. Þetta er eins og að nota það sem rök að sjálfur Jón Bjarnason taki undir gagnrýni manns á Evrópusambandið.
Óli Gneisti - 16/10/12 14:14 #
Reductio ad Hitlerum
Þegar sjálfur Hitler tekur undir það með mér að gyðingarnir hafi neikvæð áhrif á samfélagið.
Óli Gneisti - 16/10/12 14:17 #
"Þegar Fox fréttastöðin efast um fæðingarvottorð Obama."
Arnar Sigurður - 16/10/12 14:19 #
"Þegar Snorri í Betel talar um samkynhneigð.."
Óli Gneisti - 16/10/12 14:21 #
"Þegar Karl Bretaprins lofsamar störf Englandsdrottningar..."
Carlos - 20/10/12 08:05 #
"Þegar Vantrú segir satt ..."
Matti - 20/10/12 11:20 #
Vantrú reynir að segja alltaf satt ólíkt ykkur atvinnulygurunum.
Gerir Vantrú stundum mistök? Að sjálfsögðu, en þau játum við líka, ólíkt ykkur atvinnulygurunum. Hefur Vantrú alltaf rétt fyrir sér? Nei, að sjálfsögðu ekki - en það játum við líka, ólíkt ykkur atvinnulygurunum.
En við höfum líka skoðanir og þorum að standa við þær, ólíkt ykkur...
Matti - 20/10/12 12:32 #
Hrannar Baldursson skrifar um þessa færslu og athugasemdirnar.
Áhugavert Carlos: Þarna baða menn sig bókstaflega upp úr ad-hominem rökvillunni, eins og ef rökvillan sjálf sé bókstafur úr heilögu riti fyrir þennan afar sérstaka félagsskap.
Þarna skrifar einhver sem telur sig greinilega skipta máli í umræðunni. Því miður veit ég ekki einu sinni hver þetta er, og hef reyndar lítinn áhuga á að vita það. Viðkomandi setur sig á háan stall og predikar yfir hópnum, sem síðan tekur undir í kór. Þetta minnir mig á atriði í "Monty Python's Life of Brian" þegar Brian talar yfir hóp og segir þeim að hvert og eitt þeirra sé ólíkt, að þau séu öll einstök. Og þá stendur einn gaur upp og hrópar: "Ekki ég!"
...
Athugasemdirnar í kjölfar þessarar færslu eru sönnunargögn um afar slaka rökhugsun þeirra sem taka þar þátt, þó að þær séu sjálfsagt meintar í kaldhæðni. ;)
Þetta fólk!
Carlos - 20/10/12 12:59 #
Ég á nú eftir að sjá Vantrú ... eða þig, Matthías Ásgeirsson, baka með rangfærslu, hálfsannleik, útúrsnúninga eða bara innustæðulausa illkvittni senda til að skekkja hvaða leitandi umræðu um trúmál sem ekki fellur inn í kramið hjá þér eða hinu sannleikselskandi (NOT!) félagi.
Séum við prestar atvinnulygarar, þá hafið þið, þú og félagið fljótt tileinkað ykkur meinta ósiði með rentum!
Vertu ævinlega og endanlega sæll og blessaður. Á þig eyði ég ekki fleiri orðum.
Matti - 20/10/12 13:06 #
Ég á nú eftir að sjá Vantrú ... eða þig, Matthías Ásgeirsson, baka með rangfærslu,
Skrítið, þú varst vitni að slíku mjög nýlega.
Ef þú vilt sjá mig bakka með eitthvað geturðu t.d. skoðað þetta.
Muntu leiðrétta þessi orð þín? Nei, það muntu ekki gera.
Ekki koma aftur Carlos. Blokkeraðu síðuna. Hættu að lesa skrif mín. Þú ert ekki velkominn.
Vonandi launar Biskupsstofa þér vel fyrir frammstöðu síðustu vikna. Þú átt það skilið.
Carlos - 20/10/12 13:35 #
Ég laug, hvað annað!
Gott að vita hvar maður er velkominn og hvar ekki. Sé það í nokkrum vafa, þá gildir það sama um þig, kæri sannleikselskandi Birtingur.