Lambaskankaafgangarisotto
Var með risotto í kvöldmatinn og notaði lambaskanka sem urðu afgangs síðasta laugardag. Tók glataðar símamyndir.
Laukur, hvítlaukur, sellerí, chili. Steikt úr smjöri og ólvíuolíu.
Arborio grjón, rauðvínsglas (og eitt í kokkana, sem skiptust á), lambakjöt, tómatpúrra, lambasoð.
Eins og alltaf þegar maður eldar risotto er soðinu bætt við ausu fyrir ausu og hrært í tæpar tuttugu mínútur. Smjör og parmesan osti bætt við í lokin. Borið fram með hvítlauksbrauði.
Þetta er kannski þriðjungur af því sem ég borðaði!
Athugasemdir