Hvaða slímuga fyrirbæri er þetta?
Þessar appelsínugulu slímugu klessur voru víða á birkinu við bústaðinn í Borgarfirði. Ég man ekki eftir að hafa þetta áður. Vitið þið hvað þetta er?
Halli - 09/04/12 12:30 #
"Hlaupsveppurinn Exidia repanda eða birkibólstur vex á dauðum greinum birkis og lítur út eins og ofsoðin rúsína þegar hann er blautur en sem svört skán í þurrki. " (vísindavefurinn).
Elías Halldór - 09/04/12 12:36 #
Þegar ég bjó í Vestmannaeyjum 1970-1971 var einn svipaður sveppur mjög algengur. Sá var fagurbleikur og óx í næstum sérhverjum girðingarstaur. Ég velti þessu lengi fyrir mér. Ég komst loks að þeirri niðurstöðu að þetta hlyti að vera sveppur, ég held meira að segja að það hafi gerst áður en ég fór frá Eyjum. Ég gerði líka lítið annað en að lesa náttúrufræðirit á þeim tíma.
Matti - 09/04/12 12:38 #
Birkibólstur heitir þetta víst eins og Halli bendir á (hér er greinin á Vísindavefnum). Alltaf lærir maður eitthvað nýtt.