Byltingarklerkurinn
Þórhallur Heimisson hefur verið áberandi í umræðunni eftir hrun og meðal annars barist fyrir réttindum skuldara - enda hann einn þeirra sem fóru fram úr sjálfum sér í góðærinu þrátt fyrir háar tekjur.
Undanfarið hafa komið upp tvö atvik þar sem sprengjur hafa verið sprengdar í miðbær Reykjavíkur. Önnur þeirra tengdist baráttunni fyrir réttindum skuldara, a.m.k. óbeint. Hin var ránstilraun í skartgripaverslun.
Séra Þórhallur hvetur stuðningsmenn sína á Facebook til að "láta púðrið ekki vökna". Hvað er málið? Er á það hættandi að senda börnin ein í skólann? Verða þau sprengd í tætlur?
Það er sport að snúa úr orðum öfgaklerka. Já og Þórhallur hlýtur að vera "öfga" fyrst flestir aðrir eru það.
Svanur Sigurbjörnsson - 31/03/12 01:16 #
Það var víst lávarður sambandsríkis Englands, Írlands og Skotlands, Oliver Cromwell sem sagði þessi frómu orð sem sr. Þórhallur notar, þegar hann hvatti hermenn sína til að brytja niður kaþólkska á Írlandi. Hann var heittrúaður púritani.