Prófspurning í kristinfræði
Inga María er að fara í próf í Kristnum fræðum á morgun. Ég var að fara yfir spurningarnar úr bókinni Kristin fræði, brauð lífsins með henni og ein þeirra er svona:
Hvað er sá kallaður sem þiggur eða kaupir eitthvað sem hann veit að hefur verið stolið?
Svarið er: Þjófsnautur
Þetta læra börn í kristinfræði í fimmta bekk grunnskóla. Spurning hvort það þurfi ekki að fara aðeins yfir þetta í Guðfræðideild Háskóla Íslands?
Ég verð að taka fram að þetta námsefni sem barnið er að fara yfir er út í hött. Þarna er blandað saman beinum ósannindum um kristni, trúboði og almennum samskiptareglum. Hvenær í ósköpunum verður kennsluefni í kristnifræði eiginlega uppfært á Íslandi þannig að það sé eitthvað annað en áróður?
Mummi - 06/03/12 19:58 #
Þetta er ekki leiðandi nafn á bók...
Þórður Ingvarsson - 06/03/12 20:04 #
Hahaha! Þetta er nú meira eineltið!
Þórður Ingvarsson - 06/03/12 21:16 #
Bara endalaust einelti í þessum kristnu fræðum؟!
Þórhallur "Laddi" Helgason - 07/03/12 07:16 #
Báðar þessar spurningar ættu sennilega betur heima í prófi í íslensku... :)
Margrét - 08/03/12 15:21 #
Ég er að verða 27 ára og var með bók í kristnifræði sem hét þessu nafni...