Örvitinn

Prófspurning í kristinfræði

Inga María er að fara í próf í Kristnum fræðum á morgun. Ég var að fara yfir spurningarnar úr bókinni Kristin fræði, brauð lífsins með henni og ein þeirra er svona:

Hvað er sá kallaður sem þiggur eða kaupir eitthvað sem hann veit að hefur verið stolið?

Svarið er: Þjófsnautur

Þetta læra börn í kristinfræði í fimmta bekk grunnskóla. Spurning hvort það þurfi ekki að fara aðeins yfir þetta í Guðfræðideild Háskóla Íslands?

Ég verð að taka fram að þetta námsefni sem barnið er að fara yfir er út í hött. Þarna er blandað saman beinum ósannindum um kristni, trúboði og almennum samskiptareglum. Hvenær í ósköpunum verður kennsluefni í kristnifræði eiginlega uppfært á Íslandi þannig að það sé eitthvað annað en áróður?

dylgjublogg
Athugasemdir

Mummi - 06/03/12 19:58 #

Þetta er ekki leiðandi nafn á bók...

Matti - 06/03/12 20:28 #

Önnur prófspurning:

Hvað merkir orðið rógburður?

Matti - 07/03/12 11:46 #

Stór hluti af kennsluefni í kristinfræði á Íslandi á heima í samfélagsfræði eða álíka kúrsi. Það er engin ástæða til að tengja við trúarbrögð spurningar um það hvernig við komum fram hvort við annað, svo dæmi sé tekið.

Margrét - 08/03/12 15:21 #

Ég er að verða 27 ára og var með bók í kristnifræði sem hét þessu nafni...

Matti - 08/03/12 16:25 #

Já, það er löngu kominn tími á að uppfæra þessar bækur. Annar höfundurinn, Sigurður Pálsson, er meira að segja sammála því. Verst að skólakerfið vinnur voðalega hægt.