Álfheiður með hnefann á lofti
Í tilefni umræðunnar er hér mynd af Álfheiði Ingadóttur á leið yfir í Alþingishúsið meðan fjöldinn mótmælti 20. janúar 2010 2009. Ég held þetta hafi verið einu "skilaboðin" frá henni til mótmælenda. Höskuldur Þórhallsson er fyrir framan Álfheiði og veifar eins og bjáni!
Fleiri myndir af þessum mótmælum á flickr.
Gretar Sveinn - 27/02/12 18:37 #
Sýnist sem hún sé með báða hnefa kreppta. Gæti verið gigt og hún að veifa eins og Höskuldur Kári Schram.
Guðmundur Brynjólfsson - 27/02/12 19:10 #
Er þetta samruni Magnúsar Orra Schram og Höskuldar Þórhallssonar sem þarna er á gangi og heitir Höskuldur Kári Schram?
Erna Margrét - 27/02/12 20:39 #
"Þetta" fólk vill að almenningur taki sig alvarlega. Nei, ó, nei. Það er ekki um það að ræða.
Erna Margrét - 27/02/12 21:31 #
Matti, fyrirgefðu ég týndi þér smá stund. Þetta fólk sem þarna þrammar um ranghala Alþingis eru þingmenn þessarar þjóðar. Það er bara ekki til siðs að tjá sig um mótmæli, sem þau gerðu bæði. Annað að reyna að snapa atkvæði og velvild, hitt að sýna "skrýlnum" velvild og samstöðu.
Kolbrún - 27/02/12 22:12 #
"hitt að sýna "skrýlnum" velvild og samstöðu." Hroki þinn og þroskaleysi, Margrét er sorglegur. Skríllinn, sem þú talar um er ég og margt annað fólk, sem stjórnvöld á þeim tíma, höfðu gróflega misboðið með aðgerðum sínum og aðgerðarleysi. Skammastu þín.
Friðrik Smári Sigmundsson - 27/02/12 22:16 #
Tek undir með Matta. Skil ekkert í athugasemdum þínum Erna. Þetta er augljóst.
Höskuldur Þórhallsson er að strúka af glugganum sem Álfheiður er augljóslega ósátt við. Ef Matti hefði tekið myndina sekúndubrotum síðar værum við að horfa á Höskuld sárþjáðan liggja á ganginum eftir hnakkahögg Álfheiðar.
Hvernig er hægt að misskilja þetta.
Reyndar er hugsanlegt að Álfheiður hafi eftir þetta hringt í mótmælendur, skipað þeim til og frá til að draga athygli frá ofbeldi sínu.
Matti - 28/02/12 07:29 #
2009 var það auðvitað.
Gunnar Th. Gunnarsson - 28/02/12 23:40 #
Krepptur hægri hnefi að hætti kommúnista og sjóðheitur gemsinn í vinstri. En ég fæ ekki séð hvað bjánalegt er við veifið.
Matti - 29/02/12 00:33 #
Ekkert bjánalegt, mér er bara illa við hann :-)