Örvitinn

Skólinn hefst

þýðendur kennslubókÞað gerist lítið á þessari bloggsíðu þessa dagana. Það eru ýmsar skýringar á því.

Skólinn byrjaði í morgun. Ég tek tvö námskeið á þessari önn, Þýðendur og Reiknirit, rökfræði, og reiknanleika. Námskeiðið Þýðendur er kennt í grunnnámi og meistaranámi, RRR er skyldunámskeið í meistaranámi í tölvunarfræði. Stunda námið með fullri vinnu og held að næstu mánuðir verði ágætir og hæfilega strembnir. Þetta var þokkalega strembið fyrir áramót og gekk vonum framar.

Kennslubókin í RRR kostar rúmar 16.000 krónur. Það þykir mér afskaplega dýrt. Það er ekki við Bóksölu stúdenta að sakast, bókin er líka rándýr hjá Amazon. Ég get notað eldgamla útgáfu af kennslubókinni í hinu námskeiðinu, drekabókin! úreldist hægt. Fann eintak prentað 1986 hér í vinnunni.

dagbók
Athugasemdir

Einar - 12/01/12 12:05 #

Er það rugl í mér eða hafa kennslubækur hækkað mikið í verði undanfarið. (Kannski eðlilegt með erlendar kennslubækur sem eru innfluttar, en þær sem gefnar eru út hér hafa einnig hækkað virðist vera þónokkuð).

Matti - 12/01/12 14:04 #

Ég veit satt að segja ekki hvort kennslubækur hafa hækkað í verði. Þessi tiltekna bók var dýrasta kennslubókin á borðinu sem innihélt allar kennslubækur í Verkfræðideild.

Kristinn - 12/01/12 18:34 #

Það er eiginlega bara mjög mismunandi hvort bækur hafa hækkað eða ekki, sé tekið tillit til gengishruns krónunnar.

Mér finnst t.d. að erlendar kennslubækur hafi t.d. ekki hækkað í verði nema um einhverja þúsundkalla en ekki tvöfaldast líkt og maður gerði ráð fyrir.

Miðað við að þær dýrustu sem ég man eftir kostuðu 8-9 þús árið 2007 en kosta kannski 12-13 þús í dag. Mögulega einhverjar dýrari, en þær þarf ég allavega ekki að kaupa, og hér er ég að miða við bækur fyrir VoN í HÍ.

Hinsvegar eru einhverjar bækur sem hafa hækkað alveg ótrúlega mikið, sérstaklega sé miðað við gagnsleysi þeirra. T.d. var handbók fyrir verklega efnafræði sem fór úr um 2000 kr. árið 2007 krónum hátt í 9000 kr. í dag.

Birgir - 14/01/12 19:30 #

Ég mæli með að kaupa bókina notaða af Amazon.co.uk . Ef það stendur "International & domestic delivery rates" hjá seljandanum, þá sendir hann til Íslands. Það var enginn gígantískur kostnaður sem bættist ofan á bókina sem ég keypti í haust (kostaði 12þúsund í bóksölunni, en um 2000 kr hingað komin frá Amazon).

Birgir - 14/01/12 19:32 #

...Reyndar getur þetta verið dýrt spaug ef seljandinn sendir frá USA en ekki UK - bæði tekur það oft langan tíma og er mun dýrara.