Nokkrar eineltisgreinar
Staðan er sú að ef ég eða einhver annar í Vantrú tjái mig efnislega um mál sem hefur fengið gríðarlega mikla, einhliða og jafnvel hatursfulla umfjöllun síðustu viku - þá er það talið innlegg í einelti gegn tilteknum manni (þessi færsla þar með talin). Ef einhver vísar til málsins í athugasemdum við grein, þá er það til merkis um eineltið. Ef ég skrifa bloggfærslu um mál sem tugir manna innan háskólasamfélagsins eru að fjalla um - og stolnum gögnum að lokuðu spjallborði er dreift meðal þeirra - þá er ég að leggja í einelti.
Þetta er sturlað.
Vitið þið að þetta er hluti af "eineltinu". Samt er hvergi minnst á þann sem lagður er í einelti í færslunni og ekki einu sinni vísað óbeint til hans - það er gróf mistúlkun hans sjálfs að færslan fjalli um hann, hún fjallar um mig og kisan táknar ekki neinn einstakling. Þessi vísun og þessi eru hluti af sama einelti. Einnig þessi grein og þessi. Þar að auki náttúrulega þessi og þessi.
Og svo er það grein þar sem ég tók mig til og lagði hóp fólks í einelti í athugasemdum. En hinkrum við, tölvupóstur var sendur á fjölda fólks og því vísað á greinina.
AK - 10/12/11 11:50 #
Ekki að ég ætli nokkuð að hafa skoðanir á þessum hnýtingum. Spurning hvort það þurfi nokkuð að taka hlutunum svo persónulega, er þetta ekki Börkur Gunnarsson sem var formaður nemendafélags VÍ á sínum tíma? Það er létt að taka öll skrif/umræður úr öllu samhengi. Mundu að maður móðgast ekki eða tekur hlutina persónulega nema maður viti að hlutirnir eru sannir og/eða maður er hræddur um að þeir geti verið sannir... annars óska ég þér og þínum gleðilegra jóla!
Walter - 10/12/11 11:58 #
Auk þess að væna þig um þetta að ósekju þá hafa þessir aðilar gjaldfellt meiningu orðsins "einelti"
Ég sé fyrir mér börn sem uppnefna og jafnvel meiða ungan einstakling eða einhvern sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér sem eineltan einstakling.
Hér er fullorðinn væntanlega vel menntaður maður sem sjálfur auk hóps fólks telur vera eineltan þó að mál hans hafi verið í ferli og hann haft alla möguleika að hafa uppi varnir.
Það á að passa að segja ekki of oft "úlfur úlfur" á endanum hætta allir að hlusta.
Vona að fólk noti svona alvarlegar eineltis ásakanir ekki lengur til að verja vondann málstað sinn. Heldur bara þegar það á við.
Ásgeir - 10/12/11 12:07 #
Í þessari umfjöllun er aldrei minnst á að stór hluti af þessum greinum voru skrifaðar eftir að Bjarni fór að dreifa þessari svokölluðu „greinargerð“ sinni í Háskólanum.
Matti - 10/12/11 12:11 #
Ég byrja fyrst og fremst að tjá mig um málið á blogginu mínu eftir að ég fékk greinargerðina í hendur. Kisufærslan er t.d. skrifuð eftir að ég las í gegnum listann um orðfæri meðlima Vantrúar, en þar var ansi oft vitnað í mig.
Leiða kisan táknaði aldrei þennan stundakennara og ekki heldur á innra spjalli Vantrúar þar sem sama kisa var notuð.
Þarna gerði ég mér líka grein fyrir því að þessi stundakennari vaktaði öll skrif mín og annarra meðlima Vantrúar á netinu.
Daníel Freyr Jónsson - 10/12/11 17:28 #
"Þarna gerði ég mér líka grein fyrir því að þessi stundakennari vaktaði öll skrif mín og annarra meðlima Vantrúar á netinu."
Og þetta virðist viðkomandi hafa gert árum saman, klippt úr samhengi og dreift uppi í HÍ. Það er alveg spurning hver var að leggja hvern í einelti?
Matti - 10/12/11 19:47 #
Ég er búinn að lesa yfir færslurnar á bloggi mínu frá því þetta mál byrjaði.
Það kom mér á óvart (í alvöru) hvað ég hef lítið minnst á málið, hélt ég hefði skrifað meira.
Ég er líka búinn að lesa yfir öll skrifin á Vantrú. Þau eru miklu minni en fólk gæti haldið ef það tekur mark á Morgunblaðinu.
Ég var farinn að efast í smá stund.
Halldór E. - 10/12/11 22:00 #
Ég verð reyndar að benda á að það er ekkert undarlegt að sérfræðingur í nýtrúarhreyfingum og/eða trúarlífsfélagsfræði hafi fylgst með mótun, þróun og uppvexti Vantrúar á Íslandi af töluverðri nákvæmni síðustu 10-12 árin.
Það að sjá nýja lífskoðanahreyfingu verða til fyrir opnum tjöldum ef svo má segja (að undanskildu innra spjallinu auðvitað) er um margt magnað. Orðræðan þróast, leiðtogabreytingar eru tíðar og í raun miklu tíðari en við sjáum í hefðbundnum trúfélögum. Þið eruð einfaldlega rosalega spennandi "case study" fyrir fræðimenn á þessu sviði.
Ég átta mig hins vegar á að fyrir þig hlýtur að vera fremur spúkí að "fatta" allt í einu að þú ert í einhverjum skilningi orðinn "Truman" úr "Truman Show", en svona einfaldlega gerist.
Matti - 11/12/11 16:15 #
Vandinn er ekki bara sá að hann hafi verið að stúdera mig (án þess að ræða við mig) heldur hvernig það hefur gerst. Mér sýnist að það hafi falist í að safna í möppur öllu því sem nota má gegn mér. Það finnst mér ansi spúkí. Satt að segja missti ég alveg áhugann á að blogga þegar ég komst að þessu.
Þórður Ingvarsson - 12/12/11 12:59 #
Já, tek undir með þér: Vá!
Maður er hálf-orðlaus yfir þessu háttalagi.
Nonni - 12/12/11 17:55 #
Nú er ég spenntur. Hvað er 'Vá!'?
Þórður Ingvarsson - 12/12/11 18:18 #
Held við megum ekki segja, það væri líklegast einelti líka.