Fólk að missa sig
Fjöldi athugasemda á lokuðu spjallborði á tilteknu tímabili. Dökka svæðið er umræða um eitt tiltekið mál sem menn rembast við að mistúlka . Umræðan hófst 2.9.2009 og afriti var lekið um miðjan september 2010.
Hvað á myndin að sýna? Í raun ekkert annað en að ljóst er að umrætt félag var ekki með þetta mál á heilanum og ekki var um skipulagt einelti að ræða. Umræðukippir koma þegar glærur um félagið eru skoðaðar, greinargerðir skrifaðar og greinar settar saman. Í september 2010 fór félagið fyrir siðanefnd HÍ og kynnti málstað sinn.
Það er alltaf fróðleg að fylgjast með fólki missa sig þegar það finnur eitthvað sem því þykir staðfesta fordóma sína. Notar margt afar ljót orð um "orðljóta" fólkið sem það er að gagnrýna.