DV stelur mynd af Geir Waage
Með frétt DV um Geir Waage á landsfundi Sjálfstæðisflokksins er kunnugleg ljósmynd. Hana tók ég á fyrirlestri Alister McGrath í Hátíðarsal Háskóla Íslands í september 2008.
Ég setti athugasemd við fréttina í gær en hef ekki fengið viðbrögð frá DV, geri ekki ráð fyrir að fá nokkur. DV hefur stundað það að stela ljósmyndum og ég veit að einn ljósmyndari er að fara með mál fyrir dóm - ekkert hefur gengið að rukka.
Áður hafði Rúv stolið myndinni og Pressan fjallað um myndatextann
Gísli - 21/11/11 14:38 #
Þórarinn Eldjárn sendi á sínum tíma reikning þegar vísur eftir hann voru birtar í vísnaþætti DV, án leyfis. Sá var greiddur umyrðalaust. Aðrir hafa farið sömu leið með góðum árangri. Sendu formlegan reikning, getur gert það netleiðis á pdf-sniði. Láttu fylgja skjáskot af birtingunni í DV. Eftir hæfilegan tíma geturðu síðan sett hann í innheimtu hjá Modus.
Matti - 29/11/11 10:01 #
Ég man náttúrulega ekki nokkurn skapaðan hlut, en DV stal myndinni í júní.
Sindri Geir - 08/12/11 13:04 #
Sæll, þú getur skoðað verðskrá inná http://myndstef.is/islenska/gjaldskra/
Þú átt myndina, sendu reikning!