Óskaplega heppin fíkniefnalögga
Hleypt út til að létta á sér og fann kannabis
Lögreglumenn frá Selfossi áttu leið um uppsveitir Árnessýslu í nótt og voru með fíkniefnahundinn Buster með sér. Þeir hleyptu hundinum út til að létta á sér. Um leið og hundurinn fór út úr lögreglubifreiðinni stefndi hann að nærliggjandi íbúðarhúsi og gaf sterka ábendingu að þar innandyra væru fíkniefni.
Mér finnst frásögn lögreglunnar ekki mjög trúverðug. Auk þess blasir spurningin við: Er þetta löglegt? Hvernig stóð á því að lögreglumennirnir voru að rúnta um með fíkniefnahund? Hvert voru þeir að fara?
Ætli lögregluhundum verði sleppt lausum í höfuðborginni á næstunni? Ég sé fréttina fyrir mér:
Lögregluhundur slapp frá lögreglustöðinni við Hlemm fyrr í dag. Hundurinn var með gps búnað fastan við sig. Þegar hundurinn fannst skömmu síðar vildi svo skemmtilega til að hann hafði rambað á húsnæði við Hverfisgögu þar sem íbúar höfðu verið að neyta kannabisefna.
Þessu tengt:
- Lögreglumenn fundu landaþef
- Þefvísir lögregluþjónar ramba á kannabis
- Hvernig finnur lögreglan allt þetta kannabis?
Gummi - 02/11/11 20:49 #
Það er alveg með ólíkindum hvað lögreglumenn á íslandi eru heppnir.
Það samt getur ekki verið að það megi láta hunda þefa af húsum fólks. Hvernig er það ekki brot á friðhelgi einkalífs?
Er það minna brot heldur en að kanna rafmagnsnotkun? Eða fljúga yfir með hitamyndavélar?