Örvitinn

Jón Magnússon kominn úr skápnum

Jón Magnússon svarar athugasemd minni á bloggsíðu sinni:

Matthías mér finnst eðlilegt að trú sé boðuð í leik- og grunnskólum. #

Það er ágætt að halda þessu til haga. Umræðan er heiðarlegri þegar menn koma hreint fram.

Það er einnig gott að minnast þess að þetta stangast algjörlega á það sem Jón Magnússon sagði þegar við mættumst í Silfri Egils um árið. Þar og við fleiri tækifæri hefur hann þóst vera talsmaður frjálslyndis og einstaklingsfrelsis, talsmaður þess að ríkið taki ekki fram fyrir hendur foreldra þegar kemur að trúaruppeldi. Allt var það lygi.

brúarstólpi

Höfum eitt á hreinu. Fólk eins og Jón Magnússon, Davíð Oddsson, Ólafur Stephensen, Árni Johnsen, Karl Sigurbjörnsson og fleiri sem andmæla nú nýlegum reglum um samskipti leikskóla, grunnskóla og trúfélaga í Reykjavík eru stuðningsmenn trúboðs í skólum.

Allar lygar þessa fólks um að það sé verið að stöðva kennslu um trúarbrögð eru hluti af taktík. Þetta fólk styður trúboð, það veit að málið snýst um trúboð en ekki kennslu en það veit líka að íslendingar eru upp til hópa andstæðingar trúboðs í skólum. Þess vegna hentar betur að segja ósatt, ljúga upp á andstæðinga.

Það kemur mér ekkert á óvart að ríkiskirkjufólk annað hvort tekur undir með þessum mönnum eða segir ekkert. Ég hef rekist á nákvæmlega einn ríkiskirkjumann sem hefur verið heiðarlegur í umfjöllun sinni um þessi mál*. Fleiri hef ég ekki séð, margir þykjast heiðarlegir en þora ekki að tala nema undir rós, gerast skoðanalausir eða taka einfaldlega undir rangfærslur og lygar. Talsmenn kærleikans á Íslandi hafa upp til hópa hagað sér eins og skítseyði í umræðunni um trúboð í skólum. Það verður þeim til ævarandi skammar því öll þessi saga er rituð og geymd á veraldarvefnum og hún verður rifjuð upp - trúið mér.

Berið saman málflutning þeirra sem berjast gegn trúboði í leik- og grunnskólum og þeirra sem verja trúboðið. Íhugið svo að síðarnefndi hópurinn telur sig málsvara siðgæðis í landinu. Þetta fólk þarf að koma úr skápnum eins og Jón.

* Kannski má bæta Sigríði Guðmarsdóttur við. Ég man ekki eftir fleirum

kristni
Athugasemdir

Matti - 09/10/11 18:38 #

Það er magnaðað fylgjast með Jóni Magnússyni "svara" athugasemdum. Hann snýr út úr öllu, þykist ekkert vita og notar nú þá röksemdarfærslu að þar sem ritstjórar Fréttablaðsisn (prestsonurinn) og Morgunblaðsins (Davíð Oddsson) séu á sama máli og hann, þá hljóti hann að hafa rétt fyrir sér.

Það ætti að kenna Jón Magnússon í rökvilluskólanum.

Þórhallur "Laddi" Helgason - 09/10/11 20:39 #

Ég skil vel að þér fallist hendur að reyna að tjónka við menn eins og Jón Magnússon og ég get ekki betur séð á þessu bloggi hans en að margir deili hans skoðunum, fáfræði, fordómum og umburðarleysi. Menn sem ekki geta skilið síendurtekin rök, ábendingar um staðleysur eða a.m.k. sett sig í spor þeirra sem þeir deila við er ekki viðbjargandi, það er eiginlega ekki flóknara en það...

Einar - 14/10/11 12:12 #

Hvað kemur frá Jóni næst. Ísland fyrir kristna Íslendinga "?"

Þetta er öfgamaður.

Halli - 07/11/11 19:46 #

Þetta vandamál Jóns hefur alltaf háð honum í starfi líka. Síðastliðinn fimmtudag var þannig máli sem hann höfðaði f.h. skjólstæðings síns, vegna meintra ærumeiðandi ummæla, vísað frá í Hæstarétti vegna þess að málatilbúnaður hans "svo óglöggur og ónákvæmur" að ófært þótti að leggja efnisdóm á málið.

Jón er tvímælalaust ekki í háum gæðaflokki.

http://haestirettur.is/domar?nr=7638