Orð dagsins
Orð dagsins er "yfirlæti". Það er afskaplega óþolandi til lengdar. Hroki, rembingur og gorgeir komu einnig til álita en hlutu ekki náð fyrir augum dómnefndar sem sá samt sannleikskorn í þeim.
Uppært:Dómnefnd hefur borist tillaga um nýtt orð: "stagl". Það getur verið nauðsynlegt að staglast á sumu. Þannig vita rökfræðingar að það er nóg að endurtaka sumar fullyrðingar einfaldlega nógu oft því þá verða þær sannar. Stagl um stagl