Hjólatúr dagsins
Ég, Gyða, Kolla og Inga María hjóluðum í hádegiskaffi í Garðabæ. Fórum gegnum Kópavogsdalinn, ansi hugguleg leið og þetta er miklu léttari hjólatúr en við héldum. Á kortinu eru leiðirnar fram og til baka, nokkurn vegin sama leið, smá munur á ferðinni gegnum Seljahverfi. Leiðin til baka er erfiðari enda Seljahverfið óþarflega hátt uppi.
View Arnarnes in a larger map
Siggeir F. Ævarsson - 18/09/11 22:13 #
Óþarflega hátt? Ertu að segja að það gæti staðið neðar?
Siggeir F. Ævarsson - 19/09/11 00:25 #
Með skóflum, atvinnuleysið horfið!
Jón Yngvi - 19/09/11 11:24 #
Lækkaði ekki fasteignamatið í Arnarnesinu umtalsvert við þennan hjólatúr? Hjólreiðafólk er nógu slæmt en hjólandi trúleysingjar hljóta að vera enn verri:)
Jón Yngvi - 19/09/11 11:28 #
Sbr. þetta: http://malbeinid.wordpress.com/2011/09/07/hjolreidar-ryra-eignaverdmaeti/
Matti - 19/09/11 11:32 #
Ég hugsaði þetta einmitt þegar við hjóluðum meðfram nesinu og virtum vandlega fyrir okkur húsin (Inga María hafði sérstaklega mikinn áhuga á flottustu húsunum, þótti merkilegt að ég hefði komið inn í eitt þeirra). Það var ekki mikið mannlíf þegar við fórum hjá, einn fimm ára gutti hjólaði fram hjá okkur (hann tilkynnti okkur að hann væri fimm ára) og svo mættum við einum aðeins eldri á rafmagnsvespu (dekur á nesinu).
Annars hefði ég haldið að nálægðin við stóra götu hefði meiri áhrif á fasteignaverð heldur hjólafólkið, a.m.k. í götunni sem liggur meðfram Hafnafjarðarvegi.