Örvitinn

Tannheilsa mín

Að gefni tilefni vil ég taka fram að ég er með sérlega vandaðar tennur, hef aldrei fengið tannskemmd og mun að sögn tannlæknisins væntanlega fara með þetta fína stell í gröfina. Bursta tennur fyrir svefninn (oftast) og þegar ég fer á fætur (alltaf).

"Snillingarnir" á Kryppunni fjalla um mig í nýrri færslu.

heilsa
Athugasemdir

Rebekka - 14/09/11 10:55 #

Kæru kryppuliðar (allir tveir). Það á að vera "f" í orðinu "hálfvitarnir". Auk þess fann ég fleiri innsláttar- eða stafsetningarvillur í textanum. Ég mun með glöðu geði taka að mér yfirlestur greinanna ykkar áður en þær eru birtar, gegn vægu gjaldi.

Matti - 14/09/11 16:38 #

Ég sé á blogggáttinni að Kryppumenn spyrja hvort ég sé með þá á heilanum! Nenni ekki að lesa færsluna, get það ekki í vinnutölvunni (tja, get það alveg, en ég blokkera síðuna svo ég slysist ekki inn, stalst þó til þess að kíkja á forsíðuna þeirra með símanum í morgun en las ekki færsluna, sá þar þessa fínu mynd og skrifaði því þessa færslu).

Varðandi fyrirsögn þeirra - hverjir skrifuðu færslur um hvern á síðuna síða? Vísbending: Það voru þeir sem skrifuðu um mig í morgun og vísuðu á bloggið mitt.

Ef ég svara góðlátlega, þá er það ég sem er með þá á heilanum!

Þessir náungar kunna ekki að hugsa!

Hver hefur hótað málaferlum? Eru þessir menn með óráði?

(Þetta er allt sem ég sé þegar ég fer með músarbendilinn yfir fyrirsögnina á gáttinni)

Þórður Ingvarsson - 14/09/11 17:00 #

Ég renndi yfir þetta - ég er nefnilega svo aumingjagóður - og þeir virðast vera reyna ljúga því að sjálfum sér og þessum rúmlega fimm lesendum sem þeir hafa að einhverjir - sjálfsagt þú, jafnvel ég - hafi verið að senda þeim ímeil og hóta þeim barsmíðum og lögsóknum. Þetta er víst svo gróft að það er bara "óbirtingarhæft".

Jújú. Þegar allt þrýtur hjá skyni skroppnum skíthausum þá er um að gera að ýkja og ljúga.

Matti - 14/09/11 17:03 #

Æi, þetta er næstum því krúttlegt.

Ég er saklaus af því að senda þeim tölvupósta og hef aldrei, hvorki hér né annars staðar, hótað þeim lögsóknum eða barsmíðum. Veit ekki til þess að nokkur hafi gert eitthvað slíkt.

Þórður Ingvarsson - 14/09/11 17:18 #

Veistu af hverju þeir eru að þessu? Vegna þess að þeir halda að þú hafir verið að lúslesa síðuna þeirra í kjölfarið á því að þú birtir pistillinn Vandinn með 11. sept. samsærisliðið.

Semsagt þessir þöngulhausar héldu að þú værir að tala einungis um þá en ekki almennt um þá þúsundi sem tilheyra 11. september-samsærisliðinu.

Þeir hafa beðið eftir þessu tækifæri í heillangan tíma, enda er veruleikinn sem þeir búa í afskaplega lítill. En þú ert mjög stór fígúra í þeim heimi. Til hamingju með það.

Matti - 14/09/11 17:42 #

Ég verð að hryggja þá félaga með því að ég hef ekki nennt að lesa eina einustu færslu um hryðjuverkin/samsærið 11. sept hjá þeim. Ég hef satt að segja ekki lesið heila færslu hjá þeim um nokkurn skapaðan hlut undanfarið. Ekki einu sinni færslur dagsins um mig.

Þórður Ingvarsson - 14/09/11 17:50 #

Fari það í grábölvað! Nú munu þeir halda að ég kíki reglulega á síðuna þeirra! Þeir munu jafnvel halda því fram að ég sé lesandi síðunnar! FOOOOOOOOOOOOOOKK! Fjandans forvitni alltaf hreint.

Jón Frímann - 14/09/11 18:07 #

Þessir tveir einstaklingar taka tröll köst svona einstaka sinnum (eða eru alltaf að tröllast).

Annars eru þeir orðnir svo paranojaðir að þeir eru komnir með svona í whois hjá sér.

Moniker Privacy Services KRYPPAN.COM@monikerprivacy.net

Matti - 14/09/11 18:08 #

Af hverju eru þeir að fela þessa whois slóð? Það vita allir hverjir þeir eru.

Björn I - 14/09/11 18:21 #

Nú ætla ég að kjánagiska að vanda: Eru Rebekka, Þórður og Jón meðlimir Vantrúar?

Jón Frímann - 14/09/11 18:39 #

Björn I. Hvernig gengur að vera meðlimur í HAARP og Riddurnum sjö ?

Matti - 14/09/11 18:40 #

Nei.

Þessu var svarað eins nákvæmlega og mögulegt er. Ef Björn I. vill ítarlegra svar þarf spurningin að vera öðruvísi orðuð.

Hvaða máli myndi það skipta Björn?

Ætlar þú ekkert að skammast í kryppuvinum þínum fyrir að uppnefna mig - eða skiptir meira máli hver segir heldur en hvað er sagt?

ps. Ég spurði þig spurningar

Mati - 14/09/11 18:47 #

Jæja, ég er kominn heim og kíkti á Kryppuna.

Björn Hilmarsson er búinn að skrifa þrjár færslur um mig og/eða Vantrú á Kryppuna í dag.

Það er við hæfi að minna á að Björn Hilmarsson er örlítið þroskaskertur (þetta er ekki uppnefni Björn I!). Ekki að það sé kjarni málsins. Örlítið þroskaskert fólk getur alveg lifað eðlilegu lífi, jafnvel unnið og séð um sig sjálft. En ég held það sé ágæt regla að eyða ekki miklum tíma í að rökræða við það á internetinu.

Jón Frímann - 14/09/11 18:52 #

Ég fór með rangar upplýsingar hérna áðan. Það á einhver annar kryppan.com, en þarna er um að ræða vefinn kryppa.com sem Björn I rekur með skömm núna í dag.

Þar eru whois upplýsingar þessar, og þær eru rangar. Sem er bannað samkvæmt ICANN reglum.

Administrative Contact: Abiff, Hiram staff@kryppa.com Sk?maskoti 3 Reykjavik, 101 IS +354.8007000 Fax:

Matti - 14/09/11 19:15 #

Björn I rekur ekki kryppa.com heldur Björn Hilmarsson og Gullvagninum.

Björn I - 14/09/11 19:42 #

Jón Frímann: Ég kem ekkert að Kryppu.com á annan hátt en þann að ég hef gaman af því vefsvæði.

Matti: Kryppumenn eru ekki vinir mínir, ég þekki þetta fólk ekkert meir en ég þekki þig persónulega.

Matti: Svar við spurningu þinni er á þá leið að ég er ekkert að eltast við öll mín komment. Þú hefur þína hentisemi í þínum netsamskiptum og ég hef mína. Þú kallar mig gungu vegna þess og ég kalla þig sækópata með messíasarkomplexa vegna þinna netsamskipta, en þar greinir okkur bara á og til hamingju með það.

Ég er ekkert að elta þínar ímynduðu netreglur og ég ætlast ekki til neins af þér. Það gerir mig þér meiri manni, en þú ert ekkert að skilja það og ég ætlast ekkert til þess.

Eg ber sömu virðingu fyrir þér og ég ber fyrir þeim sem aðhyllast Votta Jehófa. Ég hef gaman af þeim sem eru staðfastir í sinni trú og þú ert einn af þeim. Þar sem þú heldur úti vefsvæði sem þú kýst að auglýsa á blogggáttinni, þá kíki ég á þig við og við, en ég er ekki aðdáandi þinn á neinn hátt og lít því ekki við á þitt vefsvæði nema þegar ég rekst á það.

Þú hefur gert sérstakt blogg um mig, ég hef bara svarað þegar ég hef rekist á bullið í þér. Það segir kannski eitthvað?

Matti - 14/09/11 19:48 #

ég þekki þetta fólk ekkert meir en ég þekki þig persónulega.

Hvernig stendur þá á því að þú gagnrýnir mig fyrir eitt en ekki þá fyrir það sama eða verra?

Þú kallar mig gungu vegna þess og ég kalla þig sækópata með messíasarkomplexa vegna þinna netsamskipta, en þar greinir okkur bara á og til hamingju með það.

Ég ætla að vitna í þig:

Sá sem þarf að uppnefna mótherja sína hefur yfirleitt vondan málstað að verja. #

Hefurðu kannski vondan málstað að verja?

. Það gerir mig þér meiri manni,

Ég hló upphátt :-)

ég er ekki aðdáandi þinn á neinn hátt

Það mætti halda annað þegar þú skrifar um mig athugasemdir á bloggsíðum úti í bæ.

Þú hefur gert sérstakt blogg um mig, ég hef bara svarað þegar ég hef rekist á bullið í þér. Það segir kannski eitthvað?

Af hvaða tilefni skrifaði ég sérstakt blogg um þig? Jú, þú dylgjaðir um mig opinberlega. Ég svaraði fyrir mig.

Það segir okkur að ég stend fyrir máli mínu, þú blaðrar eitthvað og lætur þig svo hverfa - eins og lítil mús sem athafnar sig í myrkrinu en skýst bak við þil ef einhver nálgast.

Þú ert í fýlu vegna þess að ég talaði illa um Borgarahreyfinguna. Það er ósköp barnalegt..

Matti - 15/09/11 08:46 #

Tvær færslur í viðbót um mig og Vantrú á Kryppunni í dag. Pínlegt.

Hafþór Örn - 15/09/11 11:19 #

Þetta er sjúkt.