Örvitinn

Bleikt.is, menn.is og fleiri ruslvefir

Ég veit að þetta er bölvað tuð en ég neyðist til að skrifa þetta.

Vefirnir bleikt.is og menn.is (sem ég ætla ekkert að vísa á) eru ótrúlega mikið rusl. Þarna starfar fólk (í alvöru talað, það fær útborgað fyrir að viðhalda þessum vefsíðum) við að finna eldgamalt drasl á netinu og skella á vefsíðu.
Brjálaður maður

Enn verra er að þessar síður vísa trekk í trekk á myndbönd sem eru augljóslega fölsuð eða sviðsett.

Ég hef litla trú á því að starfsfólkið sé óheiðarlegt og vísi á slík myndbönd til að blekkja viljandi. Ég held að þau séu vitlaus og hafi aldrei heyrt minnst á Snopes eða Google (mæli með þessari síðu krakkar, hún er rosalega sniðug).

Ég hef áhyggjur af því hvað það er mikið rusl á netinu á Íslandi í dag. Þessir vefir, Pressan, Kryppan, AMX, Eyjan og miklu fleiri. Sífelld, óþolandi og óstöðvandi upphafning heimskunnar (hér hljóma ég eins og afi minn heitinn, ég er augljóslega að verða jafn gamall og Stefán Einar).

Þetta er ekki mikið mál. Eyðið vinnudeginum í að skoða Reddit, tékkið á því hvort áhugaverðustu færslurnar eru eldgamlar, eyðið fimm mínútum í að "rannsaka" hvort um sé að ræða gabb, póstið á netið og vísið á heimildir (framandi hugmynd sem þetta fólk virðist eiga erfitt með að læra:vefurinn er ekki prentmiðill). Það á ekki að vera hægt að klúðra þessu en samt tekst snillingunum á menn.is og bleikt.is að gera það á hverjum einasta helvítis degi (ok, ég játa að ég kíki ekki á þessar síður á hverjum degi, en nógu oft sé ég vísanir á Facebook á eitthvað bölvað rusl frá síðunum sem ég hef nefnt í þessari færslu).

Fyrir daga Moggabloggs, Eyjubloggs og Pressubloggs er þetta það sem margir bloggarar gerðu og langflestir miklu betur en fjölmiðlasamsteypa Björns Inga klámkóngs. Sumir starfsmennirnir kalla sig "blaðamenn" en nenna ekki að eyða fimm mínútum í að staðfesta fréttir eða svara tölvupóstum. Þetta eru ekki blaðamenn heldur slappir bloggarar.

Þó ég setji þessa færslu í fjölmiðlaflokkinn er ekki þar með sagt að hægt sé að kalla þessi tilteknu vefi fjölmiðla.

fjölmiðlar kvabb
Athugasemdir

Jón Frímann - 26/05/11 17:58 #

Það er svona þegar fyrirtækið sem rekur þetta stefnir í gjaldþrot á methraða.

Þetta verður væntanlega allt saman horfið og gjaldþrota af internetinu á innan við fimm árum.

spritti - 27/05/11 11:08 #

Internetið er leikfang satans.

Sigurgeir - 28/05/11 16:56 #

Internetið er tómt blað sem allir geta krotað á, kannski er tóma blaðið ekki vandamálið heldur ungu óábyrgu krakkarnir sem krota á það. Sérstaklega þar sem sumir krakkar virðast hafa stöðvast í sínum þroska áður en þau lærðu siðferði.

Sindri - 08/11/11 15:16 #

Það sem þessir "blaðamenn" gera er að finna "fréttir" sem þeir henda upp á 5 mínutum og gleyma síðan svo, ekkert fylgt eftir fréttinni eða neitt.

Það sem er líka óþolandi er þegar fyrirsagnir í frettum á pressuni tala um hluti og ekki-fréttir sem gerðust hinumegin á hnettinum eins og þær hafi gerst á Íslandi.

Íslenskir fréttavefir eru almennt mjög lélegir, afhverju er svona erfitt að nota eitthvað eins og tags til að vísa á tengdar fréttir?

Það fyndið að bestu fréttasíðurnar með íslenskum fréttum eru á ensku, grapevine og iceland-review, þó að þeir séu kannski meira ætlaðir ferðamönnum, er skárra að lesa það sem er skrifað þar.

Það er svo ótrúlega mikið af málvillum og einfaldlega bara bulli á íslenskum fréttavefum að ég er alveg að farast hérna. Ffffffuuuuuuuuuuu-