Örvitinn

"Fréttir" á Pressunni

Ég sendi afskaplega penan póst á Pressuna í morgun vegna fyrirsagnar "fréttar" um mál Vantrúar gegn stundakennara við guðfræðideild.

Pressufólk brást skjótt við og breytti fyrirsögninni sem ég gerði athugasemd við en breyttu henni þannig að ærumeiðingar standa. Nú er "fullyrt að...". Eins ódýr redding og mögulegt er. Prófum þetta. Pressan er rekin fyrir fíkniefna- og mansalsgróða", nei gengur ekki, röng og ærumeiðandi fullyrðing. Fullyrt er að Pressan sé rekin fyrir fíkniefna- og mansalsgróða. Já, miklu betra!

Ekki þorði pressufólk að svara pósti mínum (ég bít) og ekki hefur það vísað á leiðréttingar Vantrúar.

Hverslags "fréttamennska" er þetta eiginlega? Látið ekki svona Pressufólk, ekki vera aular. Á internetinu hafið þið annað hvort opið fyrir athugasemdir eða þið vísið á leiðréttingar þar sem þær eiga heima, í þessu tilviki við greinina sem verið er að leiðrétta.

fjölmiðlar
Athugasemdir

Tryggvi R. Jónsson - 11/05/11 17:31 #

ég velti fyrir mér hvenær sá misskilningur líður undir lok að Pressan sé fjölmiðill

Matti - 11/05/11 17:34 #

Ég hef heyrt að á Pressunni starfi virðulegir blaðamenn og fréttastjórar!

Matti - 11/05/11 18:46 #

Já, ég var að sjá það rétt í þessu. Ágætt hjá þeim, en það mætti fylgja vísun með síðustu greininni þar sem ærumeiðingarnar eru settar fram.

Matti - 11/05/11 19:21 #

Ég sé að myndatextinn í nýjstu frétt Pressunnar er villandi, en þar segir:

Meðal umkvörtunaratriða Vantrúar var þessi glæra frá stundakennara HÍ, sem þótti sýna félaga eins og í sakbendingu afbrotamanna.

Við gerðum ekki neinar sérstakar athugasemdir við þessa glæru í erindi okkar til Siðanefndar. Þarna er verið að vísa til umræðna í athugasemdum á Vantrú.

Sævar Helgi - 11/05/11 21:11 #

Eins og ég hef alltaf sagt, Pressan.is er einhver lélegasti vefur á Íslandi. Nei, afskaðu, fullyrt er að pressan.is sé einhver lélegasti vefur á Íslandi.