Prófaður
Lauk prófum í dag þegar ég glímdi við Stærðfræði og reiknifræði í VR-II. Þetta er námskeið fyrir tölvunarfræðinema á fyrsta ári. Einu sinnu þurfti sá hópur að taka Stærfræðigreiningu 2C, svo Stærðfræðigreiningu 2D og nú er það Stærðfræði og reiknifræði. Ég hefði alveg verið til í að taka Stærðfræðigreiningu 2C í þetta skipti!
Stærðfræði og reiknifræði er fínn kúrs, fjallar um brúun falla, tölulega heildun og þessháttar.
Mér gekk ekki jafn vel í prófinu og ég hafði vonað. Stefndi á 10 í námskeiðinu en það verður ekki.
Hitt prófið sem ég fór í að þessu sinni var í Líkindareikning og tölfræði. Það próf var skrambi erfitt. Mér fannst ég þokkalega undirbúinn (þó ég hefði mátt nýta veturinn betur) en bíð nú frekar stressaður eftir niðurstöðunni.
Á þá bara eftir að klára lítið (fjögurra eininga) verkefni og þá er þetta komið (að því gefnu að ég hafi náð lík- og töl).
Grilluðum í fyrsta skipti í ár í kvöld og ég fékk mér bjór og rauðvín með matnum.
Halldór Elías - 03/05/11 21:10 #
Til hamingju með að vera laus undan prófum.
Steindór J. Erlingsson - 03/05/11 23:06 #
Vona innilega að þetta fari allt vel hjá þér Matti, verðandi BSc!