Punktablogg
- Ég vaknaði með magakveisu aðfararnótt föstudags og er búinn að vera frekar tæpur í maganum síðan. Ekkert hefur komið upp en heilmikið frussast niður. Auðvitað mætti ég í vinnu á föstudag, ég tek veikindadagana mín út þegar ég drepst.
- Við fórum í bústað á föstudag. Höfðum það ósköp notanlegt, kveiktum upp í arninum, fórum í pottinn, elduðum lambalæri, lærðum heima, gláptum á sjónvarp, vöfruðum á netinu og slökuðum á.
- Wi-fi hotspot átti það til að detta út. Wi-fi tengingin við símann var í lagi en síminn virtist slökkva á 3g eða einhverju. Það var nóg að taka símann upp til að virkja tenginguna aftur.
- Ég drakk tæpa tvo bjóra og eitt og hálf rauðvínsglas um helgina.
- Ég tók myndavélina ekki upp úr töskunni.
- Ég fann gúmmíið undan ferðatölvunni minni í bústað, það datt af í síðustu ferð. Nú þarf ég bara tonnatak.
- Við lögðum snemma af stað heim, fundum ekkert mjög mikið fyrir veðrinu. Helst undir Hafnarfjalli.
- Icesave endaði með nei og allt stefnir í dómsmál sem munu taka einhvern tíma. Nú eiga allir að snúa bökum saman og allt það. Sem betur fer hefur nú enginn mér nákominn gengið af göflum í umræðunni þannig að ég get alveg horft framan í fólk þó niðurstaðan hafi verið þessi. Mér finnst samt eitthvað falskt þegar fólk sem hefur ásakað aðra um landráð og þaðan af verra talar nú um að sátt þurfi að ríkja. Í fyrradag áttum við að vera brjáluð, nú eigum við að vera róleg :-)
- Ég vona að þetta fari vel. Er hræddur um að svo verði ekki. Það mun ekki hlakka í mér ef illa fer.
- Umræðan hefur verið óskaplega mis góð. Í raun algjör undantekning að hún hafi verið málefnaleg eins og Ragnar bendir á. Ég verð að játa að ég hafði ekki mikinn áhuga á að taka þátt í karpi um þetta mál opinberlega.
- Ég hef dálitlar áhyggjur af því að þjóðin sé að skiptast í fylkingar eftir búsetu og menntun.
- Veðrið er brjálað í Bakkaseli en vindáttin hefur snúist og ég hef ekki lengur jafn miklar áhyggjur. Á tímabili var ég dauðstressaður yfir því að gluggarnir sem snúa út í garð myndu fjúka inn. Nú dúar stóri glugginn við stofuborðið töluvert þó það blási ekki beint á hann. Ég og Gyða erum flúin niður í sjónvarpsstofu til stelpnanna.
- Ef ekið er frá Atlantsolíu við Sprengisand til Borgarness eru nákvæmlega 66.6 km að Hyrnu. Hvað merkir það?
- Tæpar þrjár vikur í próf í Líkindafræði og tölfræði. Ég er stressaður. Held samt að ég nái þessu alveg. Þarf samt að fara að taka til hendinni og reikna fullt af dæmum. Er ekki vitund stressaður fyrir prófið í Stærðfræði og reiknifræði.
Athugasemdir
Freyr - 10/04/11 17:44 #
Teipaðu x á rúðuna Matti, ef þú ert verulega áhyggjufullur yfir þessu
Matti - 10/04/11 19:44 #
Búið að loka Borgarfjarðarbrú. Það var semsagt skynsamleg ákvörðun hjá okkur að fara snemma heim.