Örvitinn

Mín fyrstu spor

Mér finnst dálítið merkilegt að ég hafi náð að verða þrjátíu og sjö ára áður en ég fékk mín fyrstu spor.

saumspor.jpg

heilsa
Athugasemdir

Steindór J. Erlingsson - 02/04/11 19:59 #

Það er ótrúlegt. Ég var fastagestur á Slysó á yngri árum. Hvað gerðist annars? Fótbolti?

Matti - 02/04/11 20:00 #

Jamm, laugardagsboltinn. Ég og Tómas skelltum saman hausum. Hann slapp betur.

Þess má geta að ég hef aldrei brotið bein (7-9-13).

Siggi Óla - 02/04/11 20:30 #

Flott! Færð væntanlega karlmannlegt ör á eftir. Hefði verið vel til í að sauma þig í forgangi.

Matti - 02/04/11 20:37 #

Hefurðu verið að sauma eitthvað úti á sjó?

Siggi Óla - 02/04/11 20:48 #

Hef fjórum sinnum þurft að sauma út á sjó og svo tvisvar á slysó í skólanum. Allt svona svipuð sár og er að sjá hjá þér, þrjú til sex spor í hausa og hendur. Hef sem betur fer sloppið við stórvægileg slys á sjónum.

Matti - 02/04/11 20:51 #

Helvíti er það magnað. Fylgir þetta skipstjóranáminu?

Siggi Óla - 02/04/11 21:15 #

Jemm, tökum svolitla heilsu og lyfjafræði enda með ágætislyfjakistu um borð og dót til að sauma, setja upp æðaleggi og fleira smálegt. Vorum svo látnir taka nokkrar helgar á slysó í verklegu og fengum þar að taka þátt ýmis konar lagfæringum. Mjög áhugavert og hefur nýst mér ágætlega síðan.

Lalli - 03/04/11 06:01 #

Ég hef enn ekki verið saumaður né brotið nein bein. Ætli maður þurfi ekki að gera eitthvað í þessu svo að fólk haldi ekki að ég sé einhver veimiltítla.