SUS, ríkiskirkjan og VR
Á ég að trúa því að SUS og ríkiskirkjan nái völdum í VR? Nýja Ísland!
Það væri toppurinn á vitleysunni ef formaður verkalýðsfélags kemur úr SUS.
Ég er aðallega hræddur um að það séu of margir í framboði, atkvæði hinna dreifast of víða. Kosningavél SUS er öflug (hringja í marga og senda mörg bréf) og kirkjan hefur alltaf kunnað að smala.
Athugasemdir
Freyr - 23/03/11 13:27 #
Sá á kjörin sem kastar stærst.
Steindór J. Erlingsson - 30/03/11 13:15 #
Hann er orðinn formaður VR.
Matti - 30/03/11 13:23 #
Viðbjóðslegt.
Björn Friðgeir - 30/03/11 23:09 #
Þetta er svo sem ekki söguleg nýlunda, Magnús L. Sveinsson var formaður VR frá '80-'02 og borgarfulltrúi Sjalla frá '74-'94.
En ætli SES sé ekki aðeins meira til hægri...