Frá prófi til prófs
Var að koma úr miðsannarprófi í líkindafræði. Verð að játa að ég hef ekki verið samviskusamur það sem af er þessari önn. Gekk ekki vel að undirbúa mig fyrir prófið þrátt fyrir að allt væri lagt upp í hendurnar á okkur. Hef verið að ná einhverjum skilning síðustu daga.
Veit ekki hvernig gekk (sem segir sitt). Þetta var krossapróf, tólf krossar. Eigum við ekki að segja að mér hafi þótt ég öruggur á 3-4 krossum, nokkuð öruggur á öðrum fjórum (að því gefnu að fyrstu hafi verið réttir) og hafi þurft að beita óþarflega miklu innsæi á aðra fjóra. Hvað um það, prófið gildir einungis til hækkunar þannig að ég ætla ekki að stressa mig of mikið á þessu. Ætla að eyða meiri tíma og orku í námið næstu tvo mánuði.
Er mættur í Bókhlöðuna til að undirbúa mig fyrir miðsannarpróf morgundagsins í stærðfræði og reiknifræði. Held ég hafi ágæt tök á því efni.
Steindór J. Erlingsson - 07/03/11 15:40 #
Líkinda-, stærð- og reiknifræði: not my cup of tea. Gangi þér annars vel.
Matti - 07/03/11 15:49 #
Gleymdi að nefna að ég fékk lánaðan vasareikni hjá Áróru Ósk og uppgötvaði í prófinu að ég kann ekki á hann! Fékk allar niðurstöður í almennum brotum en ekki fleytitölum. Lexían er þessi: Æfa sig með vasareikninum sem maður ætlar að nota í prófinu áður en maður mætir í prófið :-)
Manni - 07/03/11 17:03 #
Sæll Matthías,
afsakaðu truflun við lærdóm. Vildi aðeins benda þér á undarlegustu umsögn sem ég hef séð. Rakst á hana við að fletta í gegnum Alþingisvefinn.
http://www.althingi.is/dba-bin/erindi.pl?ltg=139&mnr=273
Umsögnin er frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi.
Mummi - 07/03/11 19:24 #
Þetta er heavy shit. Var ég að reykja eitthvað áðan?
Björn Friðgeir - 08/03/11 13:33 #
þetta er stórlega galin umsögn!