Örvitinn

Leiðtogi og ekki leiðtogi

Ég á skrítinn "aðdáanda" sem heitir Björn. Einu sinni var hann í Vantrú, skrifaði ágætar greinar um Vottana og var þokkalega virkur á tímabili. Eitthvað stuðaði hann og hann hætti því í félaginu. Ekkert merkilegt við það, fólk hættir bara í Vantrú ef það kýs. Satt að segja höfðum við ekki hugmynd um ástæðu þess að Björn hætti.. Ég man ekki eftir að hafa nokkurn tímann rökrætt við manninn þegar hann var í Vantrú en undanfarið virðist hann hafa talið sér trú um að svo hafi verið. Hann hefur skrifað athugasemdir sem meðal annars hafa ratað í greinargerðir "fræðimanna" en fræðimenn gleymdu að geta þess að fullyrðingar Björns voru ósannar og Björn I. svaraði ekki þegar á hann var gengið. Reyndar virðist það gerast yfirleitt, Björn segir eitthvað um/við mig - ég svara og hann lætur sig hverfa.

Nú tjáir Björn sig enn og aftur um mig - í þetta skipti á Kryppunni.

Ég veit ekki um neinn sem kominn er yfir tvítugt sem lítur á þá [mig og Óla Gneista] sem einhverskonar leiðtoga, þvert á móti hafa þessir tveir, annar þeirra þó sérstaklega, skemmt gríðarlega fyrir trúleysingjum og þeim sem aðhyllast jafnrétti trúarbragða í gegnum tíðina.

Það þarf ekki annað en að horfa á vefsíðu þessara manna til að sjá margt sameiginlegt hja Vantrú og Vottum Jehóva. Menn t.d. segjast vera jafningjar, en þó er um að ræða valdapýramýda þar sem sumir eru öðrum æðri og einhverra hluta vegna er private Matthías æðstur allra, nokkurnskonar öldungur Vantrúarsafnaðarins sem ræður hvað stendur og hvað fellur.

Þannig að enginn sem er kominn yfir tvítugt lítur á mig og Óla Gneista sem leiðtoga en ég er öðrum æðri og meira að segja æðstur allra. Hvernig fær hann þetta út? Jú, vegna þess að ég tjái mig reglulega um ritstjórnarstefnu Vantrúar og það lendir oft (en alls ekki alltaf) á mér að færa athugasemdir á spjallborðið. Nýlega kvartaði hann undan því að ég, óbreyttur meðlimur í Vantrú, væri að segja fólki hvernig það ætti að haga sér á vefnum.

Einu sinni varð Björn óskaplega leiður útaf því að ég talaði illa um Borgarahreyfinuna. Í kjölfarið fór hann að drulla yfir Vantrú. Varð svo óskaplega hissa þegar ég sendi honum tölvupóst og spurði hvað væri eiginlega í gangi.

Ég hef mótmælt Vantrúarmeðlimum og mér og þeim greinir á. Ég get svosem gúdderað að einn þeirra sé furðulegur eftir að honum tókst einhvernvegin að finna netfang mitt út frá kommenti sem ég hafði sett inn á síðu einhvers óskylds aðila,...

Ég spurði hann út í þetta.

Matthías : Ég var í framboði fyrir Borgarahreyfinguna á sínum tíma og tuðaði eitthvað á bloggi óskylds aðila varðandi það mál. þú svaraðir mér þar vegna tals um einn frambjóðandann og sendir mér síðan í framhaldi af því tölvupóst þar sem þú sagðist aldrei geta kosið BH vegna þess að frambjóðandi hafði talað illa um Vantrú í fréttablaðinu. Ég skildi aldrei hvernig þú fékkst mitt netfang úr þeirri umræðu enda gaf ég það aldrei upp. # (athugasemd 40)

Best ég afriti svar mitt:

Björn, nú er minnið að svíkja þig.

  1. Athugasemd þín var einmitt skrifuð á þessa síðu hér hjá Hrannari. Þú drullaðir þar yfir Vantrú.

  2. Þú skrifaðir undir athugasemdina sem "Björn I".

  3. Þú hafðir skrifað athugasemdir á mína síðu og sent mér tölvupóst áður.

Ég vissi semsagt alveg hver þú varst, var með póstfangið þitt og sendi þér málefnalegan tölvupóst sem þú n.b. svaraðir aldrei.

Ef það gerir mig "furðulegan" verður bara svo að vera - en Hrannar getur staðfest að ég fékk tölvupóstinn ekki frá honum, ég fékk hann úr pósthólfinu mínu!

Björn svaraði ekki þessari athugasemd og aldrei svaraði hann tölvupóstinum sem ég sendi honum á sínum tíma. Ég játa að ég er þokkalega fær í að rekja slóðir á netinu en ég þarf ekki að rekja neitt þegar "Björn I" kommentar á mína síðu og skrifar svo um mig daginn eftir á aðra síðu undir sama nafni.

Það er ekkert að því að eiga "aðdáendur" eins og Björn - fólk má alveg vera ósatt við það sem ég hef sagt, skrifað eða gert. Ég verð þó að játa að mér leiðist dálítið þegar maðurinn skáldar um mig.

aðdáendur Ýmislegt
Athugasemdir

Óli Gneisti - 19/02/11 11:39 #

Ég man þegar við vorum bara peð í höndunum á óskeikulum leiðtoga okkar honum Birgi. Við höfum greinilega fengið stöðuhækkun.

Einar - 19/02/11 12:16 #

Mér sýnist við hafa tapað litlu á að missa þennan gutta úr Vantrú.

Matti - 19/02/11 14:03 #

Fólk kemur og fer. Þannig er það bara.

Matti - 03/03/11 17:14 #

Og Bjarni Randver er byrjaður að plokka úr þessari færslur (dæs).

Matti - 03/03/11 19:26 #

Ekkert grín. Þarna sat hann, kíkti tvisvar á þessa færslu.

Þess má geta að Bjarni Randver og lögmaður hans, Ragnar Aðalsteinsson (sá sem varði Ólaf Skúlason biskup og kærði konurnar sem ásökuðu biskup) hafa hafnað sáttaumleitunum i málinu. Þetta er í annað skipti sem BR hafnar sáttum.

Svo heldur þetta lið að við í Vantrú séum óbilgjörn.

Matti - 03/03/11 21:07 #

Ég vona bara að okkur takist að ljúka málinu.

Teitur Atlason - 05/03/11 03:46 #

Þetta er nú meiri steypan. Ég held að Björn I sé fixeraður á eitthvað hírakíu-dæmi ínnan vantrúar og að þú og Óli (var það ekki annars Óli) líti á það sem e-a svakalega upphefð að vera í Vantrú.

:)

Ég hef verið i vantrú í 6 ár og aldrei upplifað félagið sem einhvern prívat egóflippara völl fyrir Matta eða nokkurn annann. Mér hefur einmitt þótt strúktúrinn afar flatur og hver og einn félagsmaður hefur getað haft áhrif á "stefnuna" þegar og ef honum hefur fundist svo.

Þessi hírakínu fixering Björns I, lýsir hinsvegar ágætlega eftir hvaða brautum hugur hans rennur.

Lítið um að að segja meira.

Matti - 11/09/11 21:20 #

Björn kallar þessa færslu "níðskrif"! Ég veit ekki hvernig hann fær það út.

Hann minnir dálítið á suma ríkiskirkjupresta. Les níð úr hverju sem er en er of mikil rola til að standa fyrir máli sínu.